Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 24

Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 24
180 hafði ég samt hærra og hafði síðasta orðið“. „Þarna hefir þú gefið guðrækni, bænagjörð og húslestrum hér í bæ góðan vitnisburð, eða hvað?“ sagði móðir henn- ar og leit á Betu angurblítt og alvarlega. „Hvað áttu við, mamma?“ sagði Beta, og var nú allt í einu farin að roðna í framan. „Já, ég á við það, að þann, sem biður og er guðrækinn, ætti að mega þekkja á því, að liann keppir að því að líkjast frelsara sínum í öllum greinum“. „Vil ég það ekki, mamma?“ spurði Beta með tárin í augunum, eins og henni hefði fundist mamma sín hal'a gert sér rangt til. „Eg kann alla fjallræðuna utan að, og eins og ég hefi sagt þér, þá get ég sett öðrum fyrir sjónir og brýnt fyrir þeim aðra lærdóma af vörum Jesú, þegar svo ber undir, því að ég veit, að við eig- um ekki að setja okkar ljós undir mæli- ker, heldur leiðrétta þá, sem ekki þekkja orð Guðs og vilja, eins vel og við“. „Fyrst þú þekkir biblíuna svona ágæt- lega, þá getur þú ef til vill sagt mér, hvað ritað er hjá Matteusi 26, 62?“ Beta blaðaði dálítið í biblíunni og síðan stóð ekki á svarinu: „Og æðsti presturinn stóð upp og sagði við hann: Svarar þú engu? Hvað vitna þessir gegn þér?“ „Og hverju svaraði Jesús?“ „Og Jesús þagði“. „Og getur þú svo lesið fyrir mig það, sem ritað er hjá Mark. 14, 60?“ „Þar stendur nákvæmlega það sama, mamma: „Og æðsti presturinn stóð upp á meðal þeirra, spurði Jesúm og sagði: Svarar þú LJÓSBERINN alls engu? Hvað vitna þessir menn gegn þér?““ „Hverju segir Markús að Jesús hafi svarað?“ „Auðvitað liinu sama og Mattheus: „En Jesús þagði, og svax-aði engu.““ „Og livað segir liinn sami Markús oss í 15. kapitula guðspjallsins um Jesúm fyrir Pílatusi?“ ,,„En Pílatus spurði hann aftur og sagði: Svarar þú alls engu? Sjá, live þung- ar sakir þeir bera á þig.““ „Og hvernig réttlætir Drottinn sig fyrir þessum ljúgvitnum?“ „Jesús svaraði alls ekki fx-amar, svo að Pílatus undi-aðist“. — Þá sagði mamma: „Þú gætir oi'ðið prestui-, Beta mín, að loknu slíku prófi í heilagri ritningu“. „Sjáðu nú, mamma“, sagði Beta og var nú með grátstaf í kvei-kunum, „og þú sagðir fyrir skemmstu, að ég þekkti ekk- ert nema gamla testamentið og þó hefi ég ekki nándar næiTÍ eins miklar mætur á því, eins og liinu nýja“. „En þar sem þú liefir nú veitt þeim Gunnhildi og Ingibjörgu svo duglega ráðningu í orðakasti og goldið þeim ill- mæli þeirra með vöxtum, unz þú liafðir síðasta orðið: Hvernig stóð þá á því, að myndin af honum kom þér ekki fyrir hugskotssjónii', myndin af honum, seni þú varst að lýsa fyrir mér, bæði orðum hans og vilja — myndina af honuxn, sem illmælti ekki aftur, þótt lionum væri ill- mælt, lieldur þagði, livað eftir annað, við því. Og þó hefir þú sýnt mér, að þú þekkir lxann svo vel. Hann þagði, eins og til þess að innræta hjörtum vorum það sem rækilegast, með því að þegja aftur og aftur fyrir ákærendum sínum,

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.