Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 26

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 26
182 LJÓSBERINN lega í kringum sig. Það voru hvergi gluggatjöld eða ofnhlífar, sem hann gat skotizt bak við. FótatakiS nálgaðist óð- um. Það leit út fyrir, að Chong Chu ætti erindi um ganginn. Á hverri stundu gat hann komið inn í verzlunina. Jim rak augun í hilluna undir borð- inu. Þar var ágætur staður fyrir hann. Ef hann skriði þangað, gæti hann kannske sloppið. Hann hipraði sig hljóðlega saman und- ir borðinu. Flýti og varkárni hafði hann lært, þegar hann þurfti að leita sér að náttstað í vörustöflunum. Það mátti ekki tæpara standa. Chong Chu gekk inn í búðina. Á þykku fióka- skónum sínum gekk hann út að sýning- arglugganum. I gluggann setti hann góm- sætan rétt, sem hann bar á fati. Síðan gekk hann aftur út með autt fat í hend- inni. Jim rak höfuðið varlega upp og litaðist um. Allt var kyrrt. Hann laumaðist hljóð- laust út úr felustaðnum, stakk lyklinum aftur í skrínið og opnaði það. Hann sá marga kopar- og silfurskildinga. Hann tók handfylli sína af skildingum og stakk þeim í vasana. Einnig tók hann nokkra peningaseðla. En tæplega hafði hann lokað skríninu, þegar hann heyrði fótatak að nýju. Jim hvarf eins og slanga í felustaS- inn. I þetta skipti gekk Chong Chu aS borS- inu. Jim fann hinar víSu silkiskálmar strjúkast viS andlit sitt. hong Chu var grunlaus meS öllu. En þá skeSi þaS, aS litli, lágfætti hund- urinn hans Chong Chus kom trítlandi inn. Jim hafSi oft klappað honum, enda voru þeir beztu vinir. Jim heyrði hann ganga um búðina. Hann fann hræðsluskjálfta fara um líkanía sinn. Hundurinn snuðraði í skotunum, en allt í einu fór hann að gelta og hljóp að hillunni og byrjaSi aS sleikja andlit Jims. Chong Chu sagSi ekkert, þegar hann dró Jim fram í dagsljósið. Hann hristi peningana úr vösum hans, og Jim sá á svip kínverjans, að hér var engrar misk- unnar að vænta. Drengurinn varð að afhenda alla pen- ingana. Hann reyndi að bera fram afsök- un, en Chong Chu tók í öxl hans og sagði, að hann gæti beSiS meS slíkt þvaSui-, unz þeir hefSu hitt lögregluþjón. Nú var öll von úti, eSa svo virtist Jim. Hann svimaSi, þegar hann var leiddur fram á ganginn. En allt í einu heyrSi hann einhvern mæla á kínversku. ÞaS var ævintýraprin- sessan. Chong Chu svaraSi henni, en hún var ekki ánægS meS svariS. Eftir langt samtal, sem Jim skildi ekki orS af, sleppti Chung Chu taki sínu á drengnum, sótti „hérann", setti hann niS- ur í pokann og sagSi: „Nú getur þú fariS heim til „Blótsama- Jens" og sagt honum, aS hann skuli ekki ómaka sig oftar með vörur til mín. Dóttir mín hefir talað máli þínu. Þú sleppur í þetta skipti". Það var lítill, sneyptur piltur, sem ark- aði á braut meS pokann sinn. Dóttir Chong Chus lokaSi dyrunum á eftir hon- um, áSur en hann fór, stakk hún pening í lófa hans og brosti til hans. Bros þetta vermdi hann eins og sólargeislar. Hann fann, aS þaS var þó minnsta kosti ein

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.