Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 26

Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 26
182 LJÓSBERINN lega í kringum sig. Það voru hvergi gluggatjöld eða ofnhlífar, sem liann gat skotizt bak við. Fótatakið nálgaðist óð- um. Það leit út fyrir, að Chong Chu ætti erindi um ganginn. Á liverri stundu gat hann komið inn í verzlunina. Jim rak augun í hilluna undir borð- inu. Þar var ágætur staður fyrir hann. Ef hann skriði þangað, gæti hann kannske sloppið. Hann hipraði sig hljóðlega saman und- ir borðinu. Flýti og varkárni hafði hann lært, þegar hann þurfti að leita sér að náttstað í vörustöflunum. Það mátti ekki tæpara standa. Cliong Chu gekk inn í búðina. Á þykku flóka- skónum sínum gekk hann út að sýning- arglugganum. I gluggann setti hann góm- sætan rétt, sem hann bar á fati. Síðan gekk hann aftur út með autt fat í hend- inni. Jim rak höfuðið varlega upp og litaðist um. Allt var kyrrt. Hann laumaðist hljóð- laust út úr felustaðniun, stakk lyklinum aftur í skrínið og opnaði það. Hann sá marga kopar- og silfurskildinga. Hann tók handfylli sína af skildingum og stakk þeim í vasana. Einnig tók hann nokkra peningaseðla. En tæplega hafði hann lokað skríninu, þegar hann heyrði fótatak að nýju. Jim hvarf eins og slanga í felustað- inn. í þetta skipti gekk Chong Chu að borð- inu. Jim fann hinar víðu silkiskálmar strjúkast við andlit sitt. liong Chu var grunlaus með öllu. En þá skeði það, að litli, lágfætti hund- urinn hans Chong Chus kom trítlandi inn. Jim hafði oft klappað honum, enda voru þeir beztu vinir. Jim heyrði hann ganga um búðina. Hann fann hræðsluskjálfta fara um líkama sinn. Hundurinn snuðraði í skotunum, en allt í einu fór lianu að gelta og hljóp að hillunni og byrjaði að sleikja andlit Jims. Chong Chu sagði ekkert, þegar liann dró Jim fram í dagsljósið. Hann hristi peningana úr vösum hans, og Jim sá á svip kínverjans, að hér var engrar misk- unnar að vænta. Drengurinn varð að afhenda alla pen- ingana. Flann reyndi að bera fram afsök- un, en Chong Chu tók í öxl hans og sagði, að liann gæti beðið með slíkt þvaður, unz þeir liefðu hitt lögregluþjón. Nú var öll von úti, eða svo virtist Jim. Hann svimaði, þegar liann var leiddur fram á ganginn. En allt í einu lieyrði liann einhvern mæla á kínversku. Það var ævintýraprin- sessan. Chong Chu svaraði henni, en hún var ekki ánægð með svarið. Eftir langt samtal, sem Jim skildi eklti orð af, sleppti Chung Chu taki sínu á drengnum, sótti „hérann“, setti hann nið- ur í pokann og sagði: „Nú getur þú farið heim til „Blótsama- Jens“ og sagt honum, að hann skuli ekki ómaka sig oftar með vörur til mín. Dóttir mín hefir talað máli þínu. Þú sleppur í þetta skipti“. Það var lítill, sneyptur piltur, sem ark- aði á braut með pokann sinn. Dóttir Chong Chus lokaði dyrunum á eftir hon- um, áður en hann fór, stakk hún pening í lófa hans og brosti til hans. Bros þetta vermdi hann eins og sólargeislar. Hann fann, að það var þó minnsta kosti ein

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.