Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 27
LJÓSBERINN 183 manneskja, sem skildi hversu bágt hann átti. Það var síður en svo skemmtilegt fyrir Jim að koma aftur um borð í „Lissy" með •nhérann", peningalaus og með skilaboðin frá Chong Chus. „Blótsami-Jens" varð sótrauður af reiði. Höggin dundu yfir Jim eins og haglél. Þegar hann loksins varð þreyttur á barsmíðonum, hætti hann og fór að íhuga, hvernig hann gæti pínt drenginn ennþá meira. Svo fékk hann allt í einu slungna hug- mynd. Hann tók páfagauksbúrið og lokk- aði fuglinn úr því. Síðan snéri hann gauk- mn úr hálsliðnum í einu vetf angi og henti honum langt út á fljót. En aumingja Jim lá á þilfarinu og grét i sáran. XVII. Jim strýkur af „Lissy". Það kom oft fyrir, að „Blótsami-Jens" lét ekki sjá sig í nokkra sólarhringa. Það var þá friður á meðan. En það var tæpast að'Jim nyti þessara rólegu stunda. Hann kveið sárlega fyrir heimkomu húsbónda sins. Dag nokkurn, þegar drengurinn sá hann drattast dauðadrukkinn í áttina til skipsins með flösku í vasanum og ljósker 1 hendinhi, þá skreið hann niður í lúkar- ann í þeirri von, að húsbóndi sinn tæki strax á sig náðir. En „Blótsami-Jens" virt- lst ekki hafa það í huga. Þvert á móti reikaði-hann fram á skipið og sparkaði í "orðið, sem Jim notaði fyrir hurð. ^Komdu út, hvolpurinn þinn!" Jim 8egndi og hrökklaðist hræddur út að Wðstokknum. »Taktu ljóskerið, og dragðu það að hún á framsiglunni. Láttu svo akkerið síga til botns" Jim skildi hvorki upp né niðUr í þess- um fyrirskipunum. Þetta var óðs manns tal. Á „Lissy" voru engin siglutré, og hvernig í ósköpunum átti að láta akkerið . síga, þar sem það lá við hafnarbakk- ann? , „En að hafa sig á burtu? Myndi það heppnast? Jim reyndi að þoka sér með fram borð- stokknum, en „Blótsami-Jens" sá hvað verða vildi, gekk til hans og sló hann í höfuðið, svo að hann hrasaði. Við þessar ryskingar féll ljóskerið úr hendi „Blót- sama-Jens", og áður en hann vissi af, var Jim þotinn burtu þvert yfir þilfarið. „Blótsami-Jens" varð öskuvondur og gekk áleiðis til „Kings". Hundurinn æddi um í hlekkjunum. „Jæja, hann ætlar ekki að gegna skip- stjóranum. Ágætt. Hann skal fá áminn- ingu. Já, já. Bíddu ofurlítið, gamli yinur, þú skalt fá að leika þér". „King" rykkti svo í tjóðrið, að hús- bóndi hans átti í mestu vandræðum með að leysa hann. En loksins heppnaðist það. „King" þaut af stað í áttina til Jims og velti um fötu, sem var á leið hans. Dreng- urinn stökk út í hina hlið skipsins. Það vildi honum til láns, að „King" var ekki eins fljótur að breyta um stefnu. Hann áttaði sig þó furðu fljótt og í flýtinum rak hann sig á tjörudunk og bátshaka. En hundurinn tafðist aðeins örfá augna- blik, og brátt var hann aftur kominn á hæla Jims. Jim var ljóst, að þetta kapp- hlaup var honum tapað þegar frá byrjun. Hann gat aðeins tafið úrslitin ofurlitla stund. Hann hljóp dálítinn spöl eftir þil-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.