Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 28

Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 28
Í84 LJÓSBERÍNN farinu og stökk upp á lestarbrúnina og síðan niður í lestina. Það var lágt fall, sökum þess að „Lissy“ var næstum því fullfermd af kolasalla. Hann stökk niður f sallanii upp fyrir ökla. Eri þétta var skamnigóður vérniir, því að liann vaf tæplega komirin niður, þegar i,King“ kom í Ijós og stökk niður í koliri; Eri hvað var að sjá hundinn! Þegar hann rakst á tjörucíunkinn áðan, liafði tjara klínst á liann, og riú límdist kolasallirili utan á tjöruna. Og áfram barst þessi tryllti leikur. „Blótsami-Jens“ stóð uppi á þakinu á káetunni og skellililó. „Stökktu á hann, King“, öskraði hann. „Hann gegnir ekki skipstjóranum. Nei, sjáum, hvað hann getur hlaupið. Veitlu honum ráðningu, gamli vinur“. Það var sýnilegt, að Jim hlaut að gefast upp í þessu heimskulega kapphlaupi. Honurri vflr þetta vel ljóst, og liann leit örvæntingarfullur í kringum sig eftir hjálp. Upp á hafnarbakkann komst liann alls ekki, enda var það tvísýnn hagnaður, því að þar uppi myndi hundurinn strax ná honunm. En hátt fyi-ir ofan skut „Lyssys“ gnæfði seglás á stórri norskri skonnortu. Ef til vill var hann hólpinn, ef hann kæmist þangað. IJann flýtti sér upp á þilfarið. Kaðallinn á seglásnum hékk of hátt, til þess að hann gæti seiLt til hans. En það var ekki um neitt að velja. Hann uarð að komast þarna upp. „King“ var á hælunum á honum. Eins og fjöður beygði Jim sig og stökk í átt- ina til kaðalsins í þeirri von, að komast heilu og höldnu. En það var annar, sem stökk líka. „King“ ætlaði ekki að láta bráð sína sleppa. Hann stökk á eftir drengnum og-náði að glefsa í aðra buxna- skálmina og fletti bókstaflega fötunum utan af honum, én missti svo af takinu og féll aftur niður á þilfarið á „Lissy“. Jim náði taki á kaðlinum. Hann hékk þar og dinglaði fram og aftur. Hann þorði ekki og vildi ekki sleppa. Það var eins ög llníf væri stungið í læri lians. Óþolandi sársauki heltók hann. Það dimindi fyrir sjónuin haris. Iíendur hans misstu máttinn, kaðallinn rann úr*greip- um hans, og hann féll niður í óhreint vatriið riiílli „Lissy“ og skonnortunnar. Eftir þetta atvik íá Jim lnéð háan hita í marga daga. Niður eftir öðru íærinu var stórt sár eftir tennur liundsins. Þegar honum leið verst, talaði liann óráð. Þá kallaði hann stöðugt á Jane. Honum virtist eins og stór seglás væri að detta ofan á sig. Hann var tæplega sloppinn úr hættunni, þegar sama tréð var að falla ofan á hann aftur. Hann æpti af hræðslu. Stundum var hann ögn rólegri. IJann lá þá kyrr og mókti og tautaði óráðshjal. „Blótsami-Jens“ varð allt í einu al- gáður, þegar hann sá drenginn detta í fljótið. Hann varð hræddur, ekki vegna drengsins, heldur ef hann kæmist nú í einhver vandræði vegna þess atviks. Hann leit þess vegna oft til Jims og reyridi að fá hann til að borða, en árangurslaust. Jim borðaði ekkert. Þegar liann varð mjög óvær, varð „Blótsami-Jens“ kvíð- inn og ergilegur. „Vertu nú rólegur, drengur. Þetta var bara leikur. „King“ vildi aðeins leika við þig“. Jim starði á hann sóttheitum augum. Enni hans var vott, og svitinn lak niður eftir gagnaugunum og hnakkanum.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.