Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 29

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 29
LjÓSBERlNN Í85 Veikindin virtust nokkuð alvarleg, en „Blótsami-Jens" vildi ekki sækja lækni. Hann ætlaði í ferðalag á „Lissy" ásamt ungum pilti, sem hann hafði náð í. Og þeir lögðu af stað með Jim fárveikán í lúkarnum. Hinum nýja háseta sagði hanri, að Jim hefði stungið sig á nagla, én væfi annars að hressast. En skÖmmu seinna byrjaði Jim aö batna. Pilturinn, sem hét Will, fékk að heyra allan sannleikann uhi veikindi Jims, og hjúkfáði hann honum eftir beztu getu. Hann hreinsaði sárið úr soðnu vatni og batt utan um það hreinum, soðnum dúk. Þegar tækifæri gafst stakk hann svo að honum góðum bita, og stundum kom hann með krús af köldu öli. Hinn hrausti líkami Jims sigraðist að lokum á sjúkdómnum, en það leið langur tími, unz hann gat stigið í annan fótinn. Það var ekki um annað að gera fyrir hann, en að hoppa á heilbrigða fætinum og styðja sig við borðstokkinn. Þó að ekki væru /miklar líkur fyrir því, að honum tækist að strjúka, gat. „Blótsami-Jens" ekki stillt sig um að segja: „Þú skalt nú ekki leika lausum hala og reyna að strjúka. Þér skjátlast, ef þú heldur að ég óski eftir því, að þú hlaup- ir um og segir slúðursögur. „King" mun gæta þín, vertu viss um það". Nei, Jim átti ekki auðvelt með að kom- ast burtu. Honum virtist öll von úti. Hann fór með „Lissy" margar ferðir. Frá London til Oxford, frá Oxford til Gravesend, frá Greenwick til St. Albans, og hvað þeir nú heita hinir mörgu ensku bæir, sem eru viðkomustaðir í slíkum ferðalögum. % Jim batnaði með hverjum deginum sem leið. Hin fyrri glaðværð hans kom aft- ur. Að vísu var hann ennþá dálítið halt- ur. En hann hafði í hyggju að láta bera svolítið á heltinni framvegis, jafhvel þó að honutti bátnaði að fullu^ hvér gætí sagt nehia það kæhií í góðár þárfif séiririá1, þegar hið stóra tækifæri biðist. Dag nokkúrn á áliðhu suhiri váf „Lissy" bundiri við hirin vénjuléga háfri: arbakka í Londön eftir ferðalag á fljót- inu með nýlenduvörur og ullarballa inn- anborðs. „Blótsami-Jens" hafði skipt um föt og var farinn í land. Jim hafði fengið skipun mn að ræsta þilfarið og lestina og fægja allt áltúnið. Hann blístraði við vinnuna; þegar „Blótsami-Jens" hékk ekki yfir honum naut hann þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Annars var alls ekki auðvelt að hafa hugann við verkið, það var ýmislegt er skeði umhverfis hann, sem hann mátti til með að fylgjast með. Uti á fljótinu brunuðu nokkrir mótof' bátar fram og aftur. Sumir voru með trossu af uppskipunarbátum aftan í sér, aðrir voru einir síns liðs, rétt eins og um lystiferð væri að ræða. I hvert skipti sem einhver báturinn þurfti að fara und- ir brú, rakst hin langa, mjóa múrpípa upp undir og svignaði til, rétt eins og hár hattur, sem tekinn er ofan í kveðjuskyni. Hinir fallegu, hvítu fljótabátar, sem gengu fastar áætlunarferðir á fljótinu, báru af öllum mótorbátunum. Það gegndi líka öðru máli með þá. Þeir þurftu ekki að beygja sig undir neina brú. Meðan Jim þannig skipti athygli sinni milli vinnunnar og bátanna á fljótinu, gekk ungur maður eftir hafnarbakkan- um og las með nákvæmni nöfn skipanna er voru bundin við hafnarbakkann. Þeg-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.