Ljósberinn - 01.10.1946, Síða 29

Ljósberinn - 01.10.1946, Síða 29
LJÓSBERINN Veikindin virtust nokkuð alvarleg, en „Blótsami-Jens“ vilcli ekki sækja lækni. Hann ætlaði í ferðalag á „Lissy“ ásamt ungnm pilti, sem hann hafði náð í, Og þeir lögðu af stað með Jim fárveikan í Inkarnum. Hinum nýja háseta sagði hann, að Jim liefði stungið sig á nagla, en væiá annars að hressast, En skommu seinna byrjaði Jim að batna. Pilturinn, sem hét Will, fékk að heyra allan sannleikann uni veikindi Jiins, og hjúki'áði hann honum eftir beztu getu. Hann hreinsaði sárið úr soðnu vatni og batt utan um það lireinum, soðnum dúk. Þegar tækifæri gafst stakk hann svo að honum góðum bita, og stundum kom liann með krús af köldu öli. Hinn hrausti líkami Jims sigraðist að lokum á sjúkdómnum, en það leið langur tími, unz liann gat stigið í annan fótinn. Það var ekki um annað að gera fyrir liann, en að hoppa á heilbrigða fætinum og styðja sig við borðstokkinn. Þó að ekki væru /miklar líkur fyrir því, að honum tækist að strjúka, gat. „Blótsami-Jens“ ekki stillt sig um að segja: „Þú skalt nú ekki leika lausum hala og reyna að strjúka. Þér skjátlast, ef þú heldur að ég óski eftir því, að þú hlaup* ir tun og segir slúðursögur. „King“ mun gæta þín, vertu viss um það“. Nei, Jim átti ekki auðvelt með að kom- ast burtu. Honum virtist öll von úti. Hann fór með „Lissy“ margar ferðir. Frá London til Oxford, frá Oxford til Gravesend, frá Greenwick til St. Albans, og hvað þeir nú lieita liinir mörgu ensku bæir, sem eru viðkomustaðir í slíkum ferðalögum. t Jim batnaði með hverjum deginum sem Í85 leið. Hin fyrri glaðværð hans kom aft- ur. Að vísu var liann ennþá dálítið lialt- ur. En liann hafði í hyggju að láta bera svolítið á heltinni framvegis, jafnvel þó að lionum batnaði að fullm hver gæli sagt nfeiria það kæriii í góðar þárfir sfeinriá, þegar hið stóra tækifæri biðist, Dag nokkurn á áliðriu suinri var „Lissy“ bundiri við hirin veíijulega hafri: arbakka í London eftir ferðalag á fljót- inu með nýlenduvörur og ullarballa inn- anborðs. „Blótsami-Jens“ hafði skipt um föt og var farinn í land. Jim hafði fengið skipnn um að ræsta þilfarið og lestina og fægja allt áltúnið. Hann blístraði við vinnuna; þegar „Blótsami-Jens“ hékk ekki yfir lionnm naut hann þess að hafa eitthvað fyrir stafni. Annars var alls ekki auðvelt að liafa hugann við verkið, það var ýmislegt er skeði umhverfis hann, sem liann mátti til með að fylgjast með, Uti á fljótinu brunuðu nokkrir mótor- bátar fram og aftur. Sumir voru með trossu af uppskipunarbátum aftan í sér, aðrir voru einir síns liðs, rétt eins og um lystiferð væri að ræða. í livert skipti sem einhver bátnrinn þurfti að fara und- ir brú, rakst bin langa, mjóa múrpípa upp undir og svignaði til, rétt eins og liár hattur, 6em tekinn er ofan í kveðjuskyni. Hinir fallegu, hvítu fljótabátar, sem gengu fastar áætlunarferðir á fljótinu, báru af ölluin mótorbátunum. Það gegndi líka öðru máli með þá. Þeir þurftu ekki að beygja sig undir neina brú. Meðan Jim þannig skipti athygli sinni milli vinnunnar og bátanna á fljótinu, gekk ungur maður eftir hafnarbakkan- um og las með nákvæmni nöfn skipanna er voru bundin við hafnarbakkann. Þeg-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.