Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 30

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 30
186 L J Ó SBERINN ar liann kom auga á nafnið „Lissy“, sett- ist hann og lét fæturna dingla niður af hafnarbakkanum.. Hann horfði með at- hygíi á Jim og bátinn. Síðan hoppaði liann niður á þilfarið og gekk í áttina til drengsins: „Heyrðu! Hvar er „Blótsami-Jens“?“ „Hann er farinn í land. Ef þér ætlið að láta flúra yður, verðið þér að koma seinna. Hánn kemur venjulega, þegar far- ið er að skyggja“. „Nú, ég ætlaði einmitt að láta hann flúra mig. Hvenær fór hann?“ „Snemma í morgun“. „Heitir þú Jim?“ Jim hætti vinnu sinni og leit undrandi á þennan ókunna mann. „Já“, sagði hann lágt. „Heyrðu, Jim. „Blótsami-Jens“ kemur ekki strax aftur. Hann er í vinnu“. „í vinnu? Hvað eigið þér við. Hvers vegna kemur hann ekki?“ Ókunni maðurinn leit flóttalega í kringum sig. „Hann situr í steininum, ef þú skilur það. Þeir náðu honum fyrir nokkrum klukkustundum. Það verður minnsta kosti hálfur mánuður“. „Er hann í fangelsi?“ „Já, ég var að segja það. Eg náði tali af honum, og ég lofaði að annast hér allt, unz hann kemur aftur. Og nú er það mér, 6em þú átt að gegna, ungi vinur, skilurðu það?“ Jú, Jim hafði lært að skilja ýmislegt, hversu erfitt sem það var. „Jim, hann sagði að það væri viský í káetunni. Er það rétt? Nei, ég skal at- liuga það“. „King“ hafði legið ineð höfuðið út úr tunnunni og fylgzt með samtalinu, að því er virtist. Nú reis hann upp, þefaði af manninum um leið og hann gekk fram hjá, en glefsaði ekkert í hann. Það var rétt eins og hann skildi, að þessi mað- ur væri orðinn húsbóndi hans. Ókunni maðurinn fann stóran dunk úr brendum leir, fullan af viský. Skömmu seinna leit Jim inn í káetuna. Leirdunkurinn stóð á miðju borðinu. Maðurinn hafði lagt báða liandleggina upp á borðið og hvíldi með höfuðið ofan á þeim. Ilinn djúpi andardráttur hans gaf til kynna, að hann svæfi værum svefni. Jiin tók að íhuga ráð sitt. Hvað átti liann að gera? Ætti liann að vera hér áfram? Þessi nýi skipstjóri leit alls ekki út fyrir að vera mjög afleitur. En „Blót- sami-Jens“ mundi koma aftur. Nú var tækifæri til þess að stökkva frá þessu. Hann hljóp fram í lúkarann og sótti þá fáu skildinga, sem lionum hafði tek- izt að spara saman. Það var annars fátt verðmætt, sem liann gæti tekið með sér. Skjálfandi á beinunum gekk hann til ká- etunnar. Jú, maðurinn var ennþá sofandi. Hann lokaði dyrunum varlega á eftir sér og laumaðist upp á hafnarbakkann. Til allrar hamingju liafði „King“ ekki orðið var við neitt grunsamlegt. Hann hafði skriðið inn í tunnuna og fengið sér blund. Jim leit einu sinni til baka á þetta skip, sem um langan tíma hafði verið heimili hans, ef það gat þá heitið því nafni. Svo hvarf hann hljóðlega bak við hornið á einu vörugeymsluhúsinu.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.