Ljósberinn - 01.10.1946, Page 31

Ljósberinn - 01.10.1946, Page 31
LJÓSBERINN 187 XVIII. Gatan. Þá var Jim á ný meðal „götuflakkar- anna. Ennþá einu sinni varð hann að berjast gegn hungrinu með betli og smá- hnupli. Fuglarnir eiga sér hreiður og dýrin bæli; en liann, þessi litli munað- arleysingi, átti sér livergi öruggt hæli. Nótt eftir nótt varð hann að sofa á hörð- um bekk eða tröppum. Einstöku sinn- um var hann þó svo lxeppinn að ná í góðan svefnstað í vörustöflum eða upp- undir mæni á vissum verksmiðjum, sem aðeins hin heimilislausu börn þekktu. Um tíma var liann hjá ítalskri fjöl- skyldu, sem lifði á því að spila á götun- um. Fjölskyldufaðirinn, Giovanni Fran- cetti, lék á litla slaghörpu, sem stóð á trévagni. Sonur lians og dóttir léku á flautu og klarinett, en konan gekk um með hattinn. Hlutverk Jims var að draga vagninn. I vagninum hékk lítill kassi, þar var yngsti fjölskyldumeðlimurinn, er ekki hafði ennþá eignast neitt hljóðfæri. Hann svaf þarna sætt og rótt. Það var alls ekki óalgeng sjón að sjá móður Francetti sitja við að hagræða þeim litla, meðan hljóm- sveitin lék af fullum krafti ýmsa ítalska óperuleiki, en slík músik var uppáhald Francettis. Dóttirin hét Pia og varð hún brátt í miklu uppáhaldi hjá Jim. Það var ekki til sá lilutur í víðri veröld, sem liann vildi ekki gera fyrir þessa litlu stúlku, er lék á klarinett. Hún bjó yfir miklum hljómlistargáfum. Það urðu lionum sár vonbrigði, þegar liann varð að yfirgefa fjölskylduna. Francetti gerði þá upp- götvun, að liann hafði ekki ráð á því að hafa dreng til þess að draga vagninn. Skömmu seinna fékk Jim þá atvinnu að vera „sonur“ eins götumálarans. Víðs vegar á fjölförnustu götunum í London sátu — og sitja ef til vill ennþá — marg- ir málarar, sem lifa á því að teikna og mála myndir. Margir þessara manna eru sannkallaðir listamenn. Þeir geta teikn- að peningaseðil svo eðlilega, að níu af tíu vegfarendum beygja sig niður og taka seðilinn upp. Hver málari liefir sína sér- grein: Myndir af stjórnmálamönnum, kóngi og drottningu eða mönnum, sem mikið er rætt um þá og þá stundina. Einn- ig eru landlagsmyndir, fagrar myndir af sólarlagi, sem hægt er að dást að. Aðrir mála skrautlegar skonnortur, er skera bláar öldurnar fyrir fullum seglum. Auð- vitað er ætlast til þess að fólk greiði myndirnar og leggi nokkra skildinga í hattinn, sem gjöf til listamannsins. Gam- all málari komst að því, að það var um meiri tekjur að ræða, ef fólkið lireifst til meðaumkunar. Þess vegna tók hann Jim að sér og gerði liann að „syni“ sín- um. Drengurinn þurfti ekkert að gera annað en að sitja og líta ræfilslega út, og það heppnaðist lionum ágætlega. Skanunt frá horni því, er Whitechapel Road og Commercial Road mætast, ligg- ur lítil skuggaleg gata, sem heitir Petti- coat Lane. Hún er áþekk flestum öðr- um götum þessa hverfis. Húsin eru lítil og ólirein og götugrjótið hraunótt, en samt sem áður er nafn þessarar götu þekktara, heldur en nafn nokkurrar ann- arrar götu. Hér er nefnilega tvisvar í viku haldinn markaður. Og þangað safnast margs konar þorparalýður, þjófar og fjár- glæframenn — þó sem betur fer dálítið af heiðarlegu fólki líka — í þeim tilgangi

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.