Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 32

Ljósberinn - 01.10.1946, Qupperneq 32
188 LJÓSBERINN Mest í heimi Mest í heimi aS mínum dómi, misttunn Drottins er. Það, sem sól er sumarblómi, sonur Guós er mér. Ég var ávalt ungur falinn ástúó frelsarans; og til traustrar verndar valinn vináttunni hans. B. J. að ná í eins mikið og mögulegt er af pen- ingum livers úr annars vasa. Það er sagt án alls gamans, að tapi maður úrinu sínu á markaði í Petticoat Lane, geti farið svo, að manni takizt að fá það aftur á uppboði á sama mark- aðinum. Þarna var ekki ósvipað umhorfs og á austurlenzku sölutorgi. 011 verzlun fór fram undir beru lofti eða í portdyrum. Eins þétt saman og mögulegt var stóð verzlunarfólkið með litlu liandvagnana sína. Yfir vagnana voru strengd tjöld, til þess að verja vörurnar fyrir sól og regni. Aðalverzlunarvaran var gamall fatnaður. Það var fátt um fóik í þessu hverfi, sem þekkti þann munað að geta eignazt ný föt. Nei, gömlu fötin voru notuð meðan nokkur tuska var heil. Það voru stórir hlaðar af notuðum fatnaði á markaðin- um. Loftið var mettað af fruggukennd- um óþef frá fatnaði, sem einu sinni hafði þekkt betri daga. Á milli hlaðanna sat Gyðingur með ósviknar silfurvörur — eða hér um bil ósviknar. Hann hafði einnig skartgripi ýmsa á boðstólum og gimsteina, er glitruðu í öllum regnbog- ans litum, enda höfðu hlutir þessir seg- ulmögnuð áhrif á kvenþjóðina. Rétt hjá skartgripasalanum seldi slátrari flegnar kanínur, og skransali nokkur reyndi að vekja athygli fólksins á gömlum mynd- um, olíulömpum, strokjárnum, ýmsum koparílátum og — já, hvað var það, sem ekki var til lijá þessum manni. Það var verzlað með gamla skó og nýja skó, göm- ul húsgögn og liér um bil ný búsgögn, járnrúm, barnavagna, liáa hatta og lága hatta, ávexti, vín og margs konar kökur. Engu var fleygt. Nei, allt virtist að lok- um liafna í Petticoat Lane! Þeir verzlunarmenn, sem ekki voru komnir svo hátt í mannfélagsstiganum, að þeir ættu vagn með tjaldi yfir, gátu notazt við ávala kassa. Þeir seldu flibba- linappa, eldspýtur, naglasköfur, göngu- stafi, regnlilífar og ýmis konar glingur. Einnig seldu þeir leikföng, smáskammta og meðul, bursta og póstkort. Þeir hróp- uðu og skræktu og reyndu að ná í sem flesta viðskiptavini með því að lofsyngja vörur sínar. Hæst öskruðu þó uppboðssalarnir, sem seldu ýmsar vörur til hæstbjóðanda. Þeir néru höndunum saman í örvæntingu, þrifu í hár sitt og skræktu: „Á þessi dýrmæti vasi að fara fyrir slíkt smánarboð? Það er hneyksli — en takið hann þá. Sjáið þetta fagra málverk! Komið nær, gott fólk, þið hafið áreiðan- lega aldrei fyrr séð jafn dásamlega fallegt sólarlag. Hvað viljið þið bjóða . . . ?“ F ramh.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.