Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 34

Ljósberinn - 01.10.1946, Blaðsíða 34
190 LJÓSBERINN „Jæja, sér er nú hvað. Ég er nú hrædd um, að ef það ætti að vera undir vinmælum mín- um komið, að hann hjálpaðist, þá yrði það aldrei. Ég er nú vön að taka til fótanna, þegar drukknir menn verða á vegi mínum", María kæraleysislega. Mörgum árum seinna bar svo til á einum stað í sunnudagaskóla, að gamall maður, grár fyrir hærum og hinn virðulegasti, var að tala til barnanna og áminna þau um að vera ást- úðleg í framkomu við þá, sem bágt ættu eða væru ólánssamir, og sérstaklega ef drukknir menn ættu í hlut. Og síðan bætti hann við: „Ég byggi þetta á sjálfs míns reynslu, því að þegar ég var drykkjumaður, vinalaus og aumur, þá sendi Guð elskulegt stúlkubarn til mín á götu úti til að ávarpa mig með hlýj- um orðum, sem urðu til þess, að ég sneri mér til Guðs og bað hann að hjálpa mér til þess að hætta að drekka og lifa honum til dýrðar og öðrum til blessunar, einkum börnum. Þegar skólatíminn var úti, rétti ung stúlka honum hönd sína og spurði með tárin í aug- unum: „Þekkið þér mig nú ekki aftur?" Hann horfði á hana lengi og alvarlega, tók báðar hendur hennar milli handa sinna og tagði hægt og hátíðlega: „Jú, elskaða unga stúlka! Það voru hlýju orðin þín, sem þú mæltir til mín með þín- um baraslega rómi, sem urðu mér til viðreisn- af. Ég fór að ráðum þínum!" „Þá grét Rósa fögrum feginstárum og þakk- lætis við Guð. Kæru börn, sem þetta komið að heyra eða lesa: Farið að dæmi Rósu litlu: „Uullii') aldrei á aumingjann, elskið heldur sem bróður hann, hversu eem flatt hann fellur". Kurtess drengur „Þú skalt standa upp fyrir hinum grá- hœrða og heiðra gamalmennið, og þú skalt óttast Guð þinn; ég er Drottinn". — 3. Mós. 19, 32. Einu sinni steig gamall og fátækur maður inn í strætisvagn, troðfullan af fólki. I sömu andránni stóð unglingspilt- ur upp úr sæti sínu og sagði: „Gerðu svo vel, seztu í sætið mitt". Gamli maðurinn tók þessu boði auð- vitað feginsamlega og settist í sætið. „Af hverju bauðstu mér sætið þitt?" spurði hann drenginn. „Af því að þér eruð gamall maður, en ég ekki nema léttfær drenghnokki. Ég á hægra með að standa en þér". Því miður er allt of lítið af slíkri auð- mýkt og kurteisi hjá ungu fólki á vorum dögum. En samt er það til og því ungu fólki fjölgar óðum, sem sýna í verkinu hugarfar og lipurð drengsins, sem hér er lýst. Æskumenn! Keppist á í því að fara að dæmi þessa Ijúflynda drengs! Kennið í brjósti um þá og ávarpið þá eins og þejr væru vinir ykkar og bræður. Kenn mér að talu, kæri Jesús, eða þegja, ef þá vinnst betur. Gullepli í skálum úr skíru silfri — svo eru orð töluð á tíma réttum. Þýtt.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.