Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 14
2or, ^ ÖSBERINN henduir, sem börðu, hún bljóp upp til að opna hurðina, ef til vill voru það lienn- ar eigin börn, sem stóðu úti. Hún hrökk Upp af svefninum. Hún skalf af kulda og kveikti ljósið með titraridi hÖndutri: — Klukkan sló ellefu. Hún taldi slögin. Hún hafði þá sofið í rúmar tvær klukku- stundir. En nú var ábyggilega barið á útidyrnar. Gat það verið maðurinn lienn- ar, sem hefði gleymt einhverju; það kom ekki oft fyrir. Hún tók ljósið, gekk liægt fram og opnaði dyrnar. Fyrir utan stóð bóndinn frá bóndabænum. „Ég bið prestsfrúna afsökunar. Það er lítil stúlka heima hjá okkur mikið veik, konan mín veit ekki, hvað hún á að gera. Það er ókunnugt barn, ja — þau eru eiginlega tvö —“ stamaði liann. Þetta var svo óvanalegt, augu prestskonunnar voru svo fjarlæg. „Sögðuð þér, að börnin væru tvö?“ spurði hún umsvifalaust. „Já“, sagði bóndinn, „lítil stúlka og lítill drengur, sem ég fann á þjóðvegin- um, þegar ég kom frá kaupstaðnum“. „Ég kem þá!“ Allt hið fjarlæga og sljólega var sem liorfið af yfirbragði lienn- ar. „Eg ætla bara að skrifa miða til mannsins míns, og láta hann vita, hvert ég fer, svo hann verði ekki hræddur, þegar hann kemur heim og húsið er mannlaust“. Eftir litla stund voru þau á leið til bóndabýlisins. Bóndinn gekk á undan og prestskonan gekk á eftir, sveipuð í stórt sjal. Þau börðust á móti veðrinu. Það hvein og ýlfraði svo hátt í storminum, að þau gátu ekki heyrt hvort til ann- ars. Þau lierlu sig því á móti veðrinu, til petfs að komast sem fyrst á áfariga- staðinn. Á bóndabænum hafði það gerzt, að Jan litli hafði vaknað við þrautastunur systur sinnar. Litli drengurinn var þegar viss um, að systir lianS væri veik. Hann fikraði sig áfram í myrkrinu fram að dyr» unum og komst inn í herbergi hjónanna og tókst, með talsverðri fyrirhöfn, að vekja þau. Bóndakonan, sem hafði aldr- ei verið yfir mikið sjúkum börnum, vissi ekkert annað ráð en senda til prestsset- ursins. Unga prestskonan beygði sig yfir veika barnið, sem kvartaði sárt í hitaóráði. „Mamma!“ kallaði það aftur og aftur. Það mátti heyra mikla þjáningu í and- vörpum hennar. Bóndakonan stóð við hliðina á rúminu og horfði á þær með glöggu augunum sínum. „Frúin ætti að taka í bendi telpunnar og vita, hvort hún róast ekki“, sagði hún stillilega. Prestsfrúin tók liina brennheitu hendi barnsins og strauk um vanga hennar. Hún sá, að ró færðist yfir litla sjúklinginn. „Það verður að sækja lækninn“, sagði hún, eftir dálitla stund, með ákveðinni röddu. Hún undraðist sjálf, live ákveðin hún var. „Já, það má til“, sagði bóndinn, „svo framarlega, sem fært er fyrir hestinn“. Tveir tímar liðu, þar til læknirinn kom, og allan tímann sat prestsfrúin við sjúkrabeð hinnar veiku telpu. Jan sat á skemmli við hlið frúarinnar. Hann var glaðvakandi framan af, en svo tók svefn- inn að sækja á liann meir og meir, þar til liann sofnaði með höfuðið við kné hennar. /*

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.