Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.11.1946, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN 209 Því lengra sem leið á sumarið, og blöð- in á trjánum í skemmtigörðunum fengu greinilegri svip liaustsins, urðu erfiðleik- arnir æ meiri á því lijá börmnn götunnar að finna sér hvílustað yfir nóttina. Það var kalsalegt hjá þessum tötralega klæddu börnum að liggja úti um regnkaldar haustnætur. Um langan tíma svaf Jim og vinur bans „Gulrótin“ í tómri sykur- tunnu, sem nálgaðist það að líkjast hunda- kofa. Einstöku sinnum unnu þeir sér svo mikla peninga, að þeir gátu leigt sér rúm í einliverju hinna mörgu gistihúsa, er voru í fátækrahverfinu. Þar var þurrt og hlýtt, en aftur á móti moraði þar af lús og veggjalús, enda höfðu þeir áiæið- anlega misst vænan hlóðsopa, þegar þeir héldu á burt snemma á morgnana. Mörgum sinnum handtók lögreglan Jim, vegna þess að hann svaf iiti. Venju- lega slapp hann með nokkur vel útilátin högg, en einu sinni dró lögregluþjónn hann fyrir dómara, sem gaf honum alvar- Uga áminningu. Jim reyndi nú eftir fremsta megni að forðast lögregluna, en skömmu seinna fór illa fyrir honum. Eitt kvöld, þegar þokan lá eins og þykk- Ur hjúpur yfir London, liafði Jim leitað sér skjóls undir tröppum. Það var langt fiá því að vera mjúkur eða þægilegur staður. En drengurinn var hungraður og dauðþreyttur, enda féll liann brátt í djúpan svefn. Seint um kvöldið var liann vakinn. Ungur maður, sein virtist vera Uniboðsmaður liúseigandans, þreif í handlegg lians og hristi hann óþyrmilega. An þess að eyða tímanum í spurningar °g útskýringar, dró liann drenginn út á gótu og kallaði á lögre'gluþjón. Og svo varð Jim að fara á lögreglustöðina. Þar fékk hann svefnstað, en morguninn eftir var liann leiddur fyrir dómarann. „Eru fleiri, Smith?“ mælti dómarinn við lögregluþjóninn. „Já, herra dómari. Munaðarlaus dreng- ur, Jim Jarvis, var handtekinn fyrir að sofa undir tröppum“. „Er það í fyrsta skiptið?“ „Nei, herra dómari, í annað sinn“. „Það er leiðinlegt fyrir hann. Sex dag- ar á vinnuhæli. Viljið þér færa það inn í embættisbókina?“ „Já, herra“. Jim tók þessari sex daga hegningu eins og maður. IJann fékk þó minnsta kosti liúsaskjól og mat, og það var lionum mik- ils virði. í staðinn varð liann að vísu að erfiða á vinnuhælinu og vera undir járn- hörðum aga. Skammt frá, þar sem hinn mikli fisk- markaður var og fisksalarnir hlupu um með skrítnu, risastóru leðurhattana, liafði gömul kona kjötbúð. A hverjum morgni verzlaði hún þarna. Auk kjöts hafði móðir Dorothy ýiniskonar sælgæti t. d. soðna kampalampa, kræklinga, krabba og liumra, en gómsætasti réttur- inn, er hún bafði á boðstólum var nýreykt síld. Það var jafnan ös hjá móður Doro- thy. Og álengdar stóð alltaf liópur af soltnum „götuflökkurmn“. Hjartagæzka hennar var á livers manns vörum. Jim þótti gaman að standa og horfa á þessar dásamlegu vörur, er hér voru til sýnis. Væri heppnin með honum, var eitt víst, hann verzlaði við móður Doro- thy. Dag nokkurn, þegar götusalan hjá honum liafði gengið mjög illa, og liann var því eðlilega banhungraður, stóð hann við söluborðið og liorfði á nokkra sjó-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.