Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 4
216 LJÓSBERINN lega lækni Páls postula, og síðan ritaði Lúkas liana í guðspjalli sínu og þar getið þið sjálf lesið liana í Nýjatestamentinu ykkar. Þegar engillinn var búinn að flytja þeim þessi skilaboð, þá stóð í þessum sömu svifum mikill fjöldi liimneskra hersveita lijá engl- unum, sem lofuðu Guð og sögðu: DýrS sé GuSi í upplíœSum og friSur á jörSu, meS þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á“. Enginn veit, live lengi þessi dásámlegi við- burður varaði. En er englarnir voru farnir til bimins aftur, þá sögðu fjárliirðarnir liver við annan: „Vér skulum fara rakleiSis til Betlehem og sjá þennan athurS, sem or&inn er og Drottinn hefur kunngjört oss“. Og þeir fóru með skyndi niður blíðarnar til borgar Davíðs. Borgin var full af ferða- fólki, úlföldum og múlösnum, vögnum og kerrum, því að Ágústus keisari bafði skipað að skrásetja þar alla, sem væru af húsi og kynþætti Davíðs. Og sá kynþáttur var enn fjölmennur, þótt eigi væri hann í hárri virð- ingu né auðugur. Af þessari skrásetningu leiddi, að gistihús bogarinnar var meira en fulskipað; þau Jósep. og María urðu því að láta fyrirberast í fjárliúsi, því að ekki var rúm fyirr þau í gistihúsinu. Og þarna í f járbúsinu fundu liirðarnir frels- ara sinn og allra manna, reifaðan og liggjandi í jötu. Skýrðu þeir nú frá því, sem við þá liafði verið talað um barn þetta. Og allir fögnuðu binni dýrðlegu gjöf GuSs. Þegar fjárbirðarnir litu á sveininn, fannst þeim auglit GuSs brosa við sér fullt af eilíf- um kœrleika. Hafið þið beyrt þessa sögu? Einu sinni var fátæk kona á Englandi. Hún liafði farið til borgar og keypt þar sitt af liverju og nú þrammaði hún beimleiðis með þunga böggla. Þá mætti hún Georg V., konungi Breta, sem ók í vagni, en Iiún vissi þó ekki, að það var konungur. IConan kallar til öku- mannsins og segir: „Nemið þér staðar lítið eitt!“ Konungur bað bann þá að staldra við. „Hvers beiðist þér, kona góð?“ spurði konungur blíðlega. „0, getið þér ekki tekið þungu bögglana mína upp í vagninn“, kallaði bún, „þar er nóg rúm fyrir þá“. „Það geturn við ekki“, mælti konungur, „því að ferðinni er beitið í allt aðra átt; en þér getið fengið mynd af mér í staðinn“. En konan lét á sér skilja, að liún kærði sig ekki um mynd af manni, sem liún þekkti ekki vitund; bann ætti heldur að bjálpa sér með bögglana, því að þeir væru svo þungir. Konungur lagði þá stóran silfurpening í lófa bennar, kvaddi síðan konuna og ók leið- ar sinnar. Konan stóð grafkyrr litla stund og borfði á eftir vagninum; leit síðan á peninginn; sá bún þá myndina af George konungi á peningnum. Hún þóttist þá óðara vita, livers kyns var, og sagði: „Þetta liefur þá verið sjálfur konungurinn — ég bef þá séð auglit- konungsins — þetta var enginn annar en bann sjálfur“. — — Og bún var svo glöð og liugfangin af þessu, að lienni varð nú úr þessu liægðarleikur að bera þungu böggl- ana sína. — Það var á jólanóttina, sem við mennimir fengum að sjá auglit GuSs — auglit kon- ungsins ljórna fyrir okkur í jötunni í Betle- bem. Og liver sem í raun og veru sér auglit bans öðlast við það sælan þrótt til að bera sínar þungu byrðar. Við eigum Frelsara, sem vill veita okkur eilíft líf frá synd og dauSa og hjálpa okkur til að bera allar okkar þungu byrðar. Þess vegna skulum við nú segja livert með öðm, stór og smá: „DýrS sé GuSi í upphœ&um!“ C. L. Toft.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.