Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 5
LJÓSBERINN 217 DiftaiiJ í jÍllM EGAR Maria í Nazaret var lítil stúlka, hafði hún mjög gaman af sögum, sem byrjuðu svona: „Einu sinni", eða „Fyrir mörgum, mörgum árum". En þegar hún varð eldri, fór henni að þykja mest í varið þær sögur, sem sögðu frá einhverju, sem enn væri ekki fyllilega komið á daginn — einhverju, sem fjöldi manna vonaði að bráðlega mundi ger- ast. Mamma Maríu hafði það til að segja stund- um við hana: „María litla, einn góðan veður- dag mun Guð, Drottinn, senda landi voru og þjóð voldugan foringja". Ut af þessu varð María ákaflega forvitin og spurul. „Hvenær kemur hann? Fæ ég að 8já hann?" spurði hún. Og móðir hennar svaraði: „Við vitum ekki hvenær hann kem- ur, María mín góð; vér þráum öll að sjá hann, og vér væntum hans fastlega öll". „Hvernig verður hann?" spurði þá María. «Hverjum verður hann líkur?" „Sumir segja, að hann muni verða voldugur °g mikill konungur", sagði móðir hennar. «Aðrir hugsa sér, að hann verði sigursæll hers- höfðingi, og leiði hermenn vora til stórkost- legra sigurvinninga. Enn aðrir segja, að hann ttvuni verða einstakur og ágætur kennari, fræðari, sem muni, gera alla menn vitra, og að hann muni hjálpa okkur^il þess að verða góðir menn, fullkomnir og sælir. Við vitum þetta ekki — en við þráum hann öll". Þá sagði María hrifin: „Ó, ég vona að hann komi sem allra fyrst — svo að ég fái að sjá hann". En dagarnir liðu og mánuðirnir liðu. En María litla stækkaði og hélt áfram að vaxa, þangað til að hún var orðin stór og falleg og fullvaxin stúlka. En foringinn mikli var enn ókominn. Þá myndi María segja: „Þegar ég var smá- telpa, var mamma vön að segja mér sögu um voldugan friðarhöfðingja og foringja, sem koma myndi. Síðan er liðinn langur tími, og enn er Hann ókominn hingað". „Já, það er langur tími", myndu þá vinir hennar segja', en við bíðum allir, bíðum og vonum, vonum og bíðum. Við vitum, að Guð ætlar að senda þennan mikla foringja. Við verðum að halda áfram að vona". „Já, vissulega, við verðum að halda áfram að vona", sagði María. — Morgun einn, þegar litla húsið var svo unaðslegt og hreint, sat María þar sem sólar- ljósið flæddi inn um opnar dyrnar. Hún horfði langt burt á grænu hæðirnar. Og langt um lengra burtu gat hún séð vatnið. Og langt fyrir ofan hæðirnar sá hún hvít ský, sem sigldu um bláan himingeiminn. Og hún var að hugsa um þennan Eina, sem koma skyldi. Og allt umhverfis. hana var sólarljómi og kyrrð — kyrrð og sólarljómi. Þá gerðist mjög, mjög undursamlegur at- burður. Guð sendi sendiboða sinn til að tala við hana. Og þessi var boðskapur Guðs: „Guð ætlar að senda þér lítinn son, María. Þú átt að kalla hann Jesús, því að það þýðir sá, sem frelsar oss. Guð mun senda þér Heil- agan Anda sinn og hinn litli sonur ykkar mun verða voldugur. Hann mun verða nefnd- ur Sonur Hins Hæsta. Hann mun verða leið- toginn, sem allir eru að bíða eftir".

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.