Ljósberinn - 01.12.1946, Síða 6

Ljósberinn - 01.12.1946, Síða 6
218 LJÓSBERINN Og svo varð enn meira sólskin og kyrrð í kringum liana. Og ásjóna Maríu ljómaði af undrun og fögnuði. ,JÉg er ambátt Guðs“, sagði María mjög bljúg og bóglát. „Verði það, sem Guð liefur fyrirheitið. Ég er ekkert lirædd! Ég er reiðubúin að gera það, sem Guð vill“ Var þetta ekki gleðilegur leyndardómur? Og það var ennfremur undursamlegur leynd- ardómur: Hinn voldugi friðarliöfðingi, sem allir böfðu vonast og beðið eftir, átti að verða litla undrabarnið hennar Maríu. Þetta var loforð Guðs — fyrirheit Guðs — og það lilýtur að vera áreiðanlegt og satt. Nú bjó María í litlu húsi, sem hún átti sjálf; eiginmaður liennar var Jósep, trésmið- urinn. Hún sagði honum frá þessum gleðilega leyndardómi, og þau tóku nú til að undirbúa allt í félagi, bæði saman, til þess að taka nú forkunnar vel á móti litla ungbarninu. Og María var svo glöð yfir því að liún bafði lært að sjóða, búa til góðan og hollan mat og að sauma, prjóna og viðhafa þrifnað og hreinlæti. „Ég verð að reyna að gera heimilið okkar elskulegt, unaðslegt og veizlubúið fyrir ung- barnið, sem Guð ætlar að senda okkur“, liugs- aði liún, „og ég verð að búa til mjúkan, lít- inn klæðnað, mátuleg föt, sem verða að vera tilbúin handa Honum, og sauma þau með mínum vönduðustu og fínustu nálsporum. Jósep verður að smíða honum fallega vöggu“. Og þannig bjuggu þau út í félagi, bæði sam- an, allt, sem þurfti til þess að taka á móti ungbarninu. — Þetta voru ánægjulegustu og sælustu stundirnir, sem María hafði nokkru sinni lifað. Einn daginn færði Jósep henni fréttir. „Keisarinn hefur lögboðið að við verðum öll að fara til að skrifa nöfnin okkar á lista í fæðingarborg okkar“, sagði bann við Maríu. „Ég var fæddur í Betlehem. Við verðum að fara þangað, bæði saman. Þetta er löng leið, en ég ætla að fá asna lianda þér, svo að þú getir riðið, og ég skal annast þig“. Og svo lögðu þau bæði af stað. Þetta var verulega löng leið, þau ferðuðust í fulla þrjá daga, og þó að Jósep hugsaði vel um Maríu, var hún orðin mjög þreytt, þegar þau komu að kvöldi þriðja dagsins til lítillar borgar, og Jósep sagði: „Þetta er Betlehem“. Þau leituðu fyrir sér að húsi, þar sem þau gætu gist. En þann dag bafði fjöldi manna komið til Betleliem, og öll bús voru troðfull. Jósep nam staðar við gistihús eitt, þar sem margir þreyttir menn böfðu fengið húsaskjól. „Getum við fengið hér náttstað í nótt?“ spurði hann. \ Þeim var sagt, að öll lierbergi væru full- skipuð, en vera mætti, að þau gætu fundið eitthverl skot í peningshúsunum. — Jósep teymdi þá asnann gætilega gegnum þrengslin í gistihúsgarðinum. I fjarsta horni garðsins fann hann gripahús, þajr sem nautgripir og asnar voru stundum hýstir um nætur. „Hér er einmitt tilvalinn staður handa okkur“, mælti liann þakklátur. Svo bjó liann Maríu mjúkan beð úr lieyi. Syfjulegu uxarnir í peningshúsinu stóðu vörð á meðan hún gekk til hvílu og brátt féllu allir í fastasvefn. Það var kolamyrkur í penings- húsunum, en stjörnurnar blikuðu og skinu á næturhimninum fyrir utan. Og þar í myrkr- inu og kyrrðinni kom Guðsgjöf til Maríu. Hún hélt Honum í faðmi sér, þessum fín- gerða, litla, nýfædda sveini. Hún hafði haft með sér sumt af mjúku smábarnafötunum lians og vafði liann í þau. Vaggan, sem Jósep hafði smíðað, hafði örðið eftir heima, svo María. varð nú að svipast um eftir hvílu lianda barninu. En sjáðu, þarna er tréjata, þar sem bóndinn gaf uxunum í heyið. Þetta var öldungis eins og vagga í lögun, og heyið var mjúkt eins og mýksta sæng. María lagði því ungbarnið sitt í jötuna. Og þegar María vakli þarna yfir barninu sínu, var hjarta hennar barmafullt af fögn- uði. „Ég þakka þér, Guð, fyrir þessa dýr- mætu gjöf“, sagði hún. „Ég þakka þér, þakka þér, Guð, fyrir það 'að þú hefur látið fyrir- heit þitt rætast“.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.