Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 8
220 LJÓSBERINN NÆTURGESTURINN Eftir Önnu Baadsgaard INHVERNTlMA um þær mund- ir, sem sumarleyfið var á enda, voru börn séra Bangs Kjeld og Ingiríður, ein heima á prestssetr- inu. Foreldrar þeirra höfðu brugið sér í næsta kaupstað. Sama morguninn, sem þau hjónin fóru af stað, stóðu börnin við hliðið á aldin- garðinum og horfðu á eftir þeim; þá urðu þau bæði ósköp kvíðafull. Það var eins og þau könnuðust ekki við sig heima, þegar pabbi og mamma voru farin; þeini fannst svo undarlega tómlegt alstaðar. Af því að þetta gerðist í sumarleyfinu, þá var kennslu- konan ekki heldur heima. Enginn var heima aðrir en þau, nema tv.ær stúlkur, Anna og Bodil, og var sú síðari lítil og ljóshærð og mátti varla annað heita en barn líka. Kjeld og Ingiríður léku sér úti í aldingarð- inum allan fyrri hluta dagsins og reyndu að telja sér trú um, að þau skemmtu sér eins vel og vanalega. En er leið að miðdegi, þá tók að rigna. Fór þeim þá að leiðast í tómum stofunum og flýðu út í eldhúsið á náðir stúlknanna, en þær voru þá í óða önn að táka hýði af baunum; þau systkinin fengu heila hrúgu af baunum og fóru þau þá að hjálpa til. Það var orðið svalt úti af regninu og yl- urinn, sem streymdi frá eldavélinni, var þess vegna einkar notalegur. Kisa var þar gul- bröndótt, kölluð Branda, og ketlingur hjá henni, kolsvartur á belginn og var því kall- aður Svarti-Pétur; kisa sat inni undir elda- vélinni og malaði af kappi. „Æ, hún er leiðinleg, þessi rigning", sagði Bodil. „Ráðsmaðurinn og kona hans fóru á markað í borginni; þau óku í opnum vagni og hafa auðvitað orðið holdvot". Ingiríður fleygði óðara baunahýðinu, sem hún hélt á, og leit upp með hræðslusvip. „Eru þau farin líka? Við erum þá alein heima í dag. Ó, það er svo útúr hérna". „Hvað er þetta? Það kemur þó líklega ekkert tröll að taka þig, Ingiríður!" sagði Kjeld röskur í bragði. „Og svo er ég nú hjá ykkur!" Hann rétti sig upp í sæti sínu, því að hann vissi af því, að hann var nú fullra 12 ára. ,JÉg held nú ekki", sagði Anna, „að okkur sé mikið lið í þér, öðrum eins hnokka". Kjeld litli stokkroðnaði við þetta. Honum þótti heldur lítið gert úr sér og ætlaði að fara að svara einhverju þessari ókurteisi, en þá var barið bylmingshögg á dyrnar, sem lágu út að garðinum. Þá hrukku þau öll saman. Hænsnahundurinn, sem hét Molly og lá og svaf í körfu undir eldhúsborðinu, vaknaði nú og fór að ólmast og gelta. „Þey, þey, Molly! Þegiðu nú eins og steinn!" sagði Anna; kom þá í Ijós, að hún var huguðust af þeim öllum. „Við verðum þó að vita, hver það er". Hún stóð upp og gekk fram til að ljúka upp. Ingiríður þokaði sér fast að Kjeld á bekknum, þar sem þau sátu. Tveir menn stóðu fyrir dyrum úti. Þeir voru allir rennvotir og forugir af rigningunni og þeir voru ekkert árennilegir í sjón. Annar þeirra gekk fram, þreif af sér húf- una og vék sér að önnu. „Má ég segja eins og er, kæra ungfrú? Við erum iðnaðarsveinar á ferðalagi. Það stendur víst ekki svo á, að við getum fengið lítils- háttar miðdegisverð hérna". „Jú, gerið þér svo vel. Komið þér inh. Ég skal gá að, hverju við höfum leift", sagði Anna. Mennirnir gengu nú inn og settust við eld- húsborðið. Molly gekk undrandi í kringum

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.