Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 12
Hydiméi (ii J SAGAÍMYNDUM* Harigándi gréinar Daro-trésins mynda oft nýja stofriáj þögar þær snéria jörðiij og éinstakt fíkjutré gat þanriig inyndað heilan hlnd. Nel gat séð úr sínu Íláa sœti svö stóra íiópa af antilópum, að slíkt hafði liún aldreí fyrr séð. Það voru Gnuer, Aryeler, stökkgeitur ög zebra- dýr og gíraffar. Þegár þessar tijárðir komu aUgá á ferðamannalestinaj hættu þær að bíta, störðu með undruri á hvíta tjaldþakið Og flúðil. Oft þalít nashyrningur, másandi og blásandi, upp fyrir framan íerðafólkíð, en þótt það væri vani hans að ráðast á allt, sem á vegi hans varð, vék hann þó til hliðar, þegar hann kom auga á King. King hætti ekki að elta nashyrningana fyrr en Stasjo skipaði honum að hætta. Afríku-fíllinn hatar þessi dýr. Þegar hann finnur spor þeírra, leitar hann þau uppi og berst við þau. Oftast verða nashyrningarnir að láta undan síga. Á næturnar gætti King, með fótinn bundinn við tré, tjaldsins, sem Nel svaf í. Þessi vörður var svo öruggur, að Stasjo áleit óþarft að kveikja bál í kring- um tjaldstaðinn. Aftur á móti kveikti hann alltaf bál á næturnar. Hann hugsaði með sér, að ljón hlytu að vera hér, þar sem allt var fullt af antilópum, og strax fyrstu nóttina heyrði hann oft ljón öskra inni í eini- berjarunnunum, sem usru í fjalluhlíðunum allt í kring. Þrátt fyrir logandi eldinn nálguðust ljónin tjald- búðirnar. Þefurinn af hestunum freistaði þeirra. En þegar King fór að leiða6t öskur þeirra og lét ógn- andi rödd sína þruma í næturkyrrðinni, þögnuðu þau. Nú tóku áhyggjur og óróleiki Stasjo að aukast. Þau fóru aðeins tíu kílómetra á dag, og til strandarinnar voru ennþá meira en þúsund kilómetrar — löng og hættulcg leið lá fram undan þeim.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.