Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 13
kurförin Wir HENRYKSIENWEWICZ Ef þau hittu Wahima-þjóðflokkinn ætlaði hann að bjóða þeim ríkuleg laun fyrir hermenn, sem gætu fylgt þeim til hafsins. En hann vissi ekki, hvort hon- um myndi takast, að finna þennan þjóðflokk. Hann var, þar að auki, hræddur um að rekast á villta þjóð- Hokka, einnig óttaðist hann hin erfiðu fjöll, tse-tse- flugurnar og frumskógana, þar sem ekkert vatn var að fá. Svefnsýkin var líka ægileg hætta. Fímmta dag ferðarinnar reið Stasjo ineð' Nel á King, því þau voru komin í þykkt belti af akaciutrjám, sem uxu svo þétt, að hestarnir komust aðeins eftir þeim slóða, sem fíllinn ruddi. — Langir þymarnir skildu jafnvel spor eftir í hinni þykku húð Kings. Loksins grisjaði meir í lundinn og á milli greinanna sást víð- áltuinikill frumskógur. En þegar þau komust út lir skóginum, koni Stasjo auga á nokkuð nýstárlegt. Hér um hil hálfan kílómetra í hurtu var stór Mani- ok-akur, og á honum sáust fleiri svartar manneskjur, sem auðsjáanlegu unnu að akurstörfum. „Negrar!" hrópaði hann og sneri sér að Nel. Hjarta hans barðist órólega. Honum datt í hug, að snúa strax við og fela sig milli akacianna. Kannske voru þessir negrar nijög villtir og grimmir, og þau gætu átt von á öllu hinu skelfilegasta. Hann komst brátt að þeirri niðurstöðu, eftir nánari umhugsun, að það væri bezt að' sjá, hvernig færi um þelta fyrsta mót þeirra með negrum. Hann stýrði því King í áttina til akursins. 1 söniu mund benti Kali á trjáþyrpingu^og sagði: „Mikli herra, þarna er negra- þorp, og hér vinna konur á ökrunum. A ég að nálgast þær?" „Við skulum fara þangað saman", sagði Stasjo. „Þú getur sagt þeim, að við séum vinir þeirra".

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.