Ljósberinn - 01.12.1946, Qupperneq 14

Ljósberinn - 01.12.1946, Qupperneq 14
Niðurl. 6ETLEHEMSBARNIÐ * Helgisaga eftir ITLI drengurinn kom gangandi mjög hægt, þrýgti saman fingr- unum til þess að ekkert læki nið- ur eða rynni útaf. Á meðan hann var á leiðinni til hermannsins, horfði hann etöðugt og áhyggjufullur á vatnsögnina, sem hann var með, og tók því ekki eftir því, að hermaðurinn hafði ldeypt í brýrnar og var ýgldur á svip. Loks nam drengurinn staðar fyrir framan hann og bauð honum vatnið. Á meðan liann var á leiðinni liöfðu þykku, Ijósu lokkarnir hans fallið’ lengra og lengra niður yfir enni hans og augu. Hann liristi höfuðið mörgum sinnum til þess að koma hárinu frá augunum, svo hann gæti litið upp. Þegar honum loks tókst það, og hann sá hörkulega svipinn á andliti hermannsins, varð hann samt ekki hræddur, en stóð kyrr og bauð honum með yndislegu brosi að súpa á vatninu, sem Iiann kom með. En hermaður- inn vildi ekki þiggja góðgerðasemi af þessu barni, sem hann leit á sem óvin sinn. Hann leit ekki niður á fallega andlitið þess, en stóð teinréttur og óhreyfanlegur og lést. ekki skilja, hvað bamið vildi gera fyrir hann. En drengnum gat heldur ekki skilizt, að að hinn vihli gera hann afturreka. Hann brosti sífellt jafn vongóður, tyllti sér á tær og rétti upp hendurnar, eins liátt og liann gat, til þess að hái hermaðurinn ætti hægar með að ná í vatnið. Hermanninum fannst sér aftur á móti svo misboðið með því að Selmu Lagerlöf barn ætlaði að hjálpa honum, að liann þreif um spjótið til að reka drenginn á flótta. En nú bar svo við, að hitinn og sólskinið streymdu svo ákaft niður á hermanninn, að hann sá rauðar eldglæringar fyrir augurn sér, og lionum fannst eins og heilinn í höfði sér ætlaði að bráðna. Hann varð hræddur um, að sólin mundi drepa sig, ef liann þegar í stað fengi ekki svölun. Og örvita af ótta yfir þeirri hættu, sem hann var í, lét hann spjótið falla til jarðar, tók barnið með báðum höndum, lyfti því upp og slokaði allt, sem hann gat, af vatn- inu, sem það hafði í lófunum. Það var aðeins lítið eitt af vatni, sem hann á þennan hátt fékk á tungu sína, en það þurfti lieldur ekki meira. Jafnskjótt og liann liafði bragðað vatnið, streymdi mildur svali um all- an líkama hans, og honum .fannst ekki leng- ur sem hjálmurinn og brynjan væri sem steikjandi farg. Sólargeislarnir höfðu misst banvænan mátt sinn. Skrælþurrar varir hans urðu aftur mjúkar, og rauðum eldglæringiun brá ekki framar fyrir augu hans. Áður en hann hafði fengið tíma til að veita öllu þessu athygli, var hann búinn að setja barnið niður. Það hljóp út á engið og fór að leika sér. Þá sagði hann undrandi við sjálfan sig: „Hvers konar vatn var það, sem barnið gaf mér? Það var ágætis drykkur. Ég verð að láta því þakklátssemi mína í ljósi“. En þar eð honum var illa við litla dreng-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.