Ljósberinn - 01.12.1946, Síða 15

Ljósberinn - 01.12.1946, Síða 15
LJÓSBERINN 227 inn, útrýmdi hann þessum hugsunum. „Hann er aðeins barn“, hugsaði hann, „sem ekki veit hvers vegna hann gjörir þetta eða hitt. Hann leikur sér aðeins að því, sem lionum fellur bezt. Ætli býflugurnar og liljurnar sýni hon- um þakklátssemi. lEg þarf ekki að gera mér rieina fyrirhöfn vegna þessa drenglinokka. Hann hefur sjálfsagt ekki einu sinni hug- mynd um, að hann liafi hjálpað mér. Stundarkorni síðar var hann ennþá gram- ari við barnið, þegar hann sá foringja róm- versku liermannanna, sem dvaldi í Betlehem, koma út úr hliðinu. „Það var ekki smáræði“, hugsaði hann, „sem ég átti á hættu við uppá- tæki liila drengsins! Ef Voltigíus hefði kom- ið einni mínútu fyrr, liefði liann séð mig með harn í fanginu“. Foringinn gekk nú rakleiðis til varðmanns- ins, og spurði hann, hvort þeir gætu talað þar saman, án þess að nokkur heyrði til þeirra. Það væri leyndarmál, sem hann þyrfti að segja honum. „Ef við förum aðeins tíu skref frá hliðinu“, svaraði hermaðurinn, „get- ur enginn heyrt til okkar“. „Þú veizt“, sagði foringinn, „að Heródes konungur hefur hvað eftir annað reynt að ná í barn, sem elzt upp hér í Betlehem. Vitr- ingar hans og prestar liafa sagt honum, að þetta barn muni setjast í liásæti hans, og einnig Jiafa þeir spáð, að nýi konungurinn muni stofna þúsund-ára-ríki friðar og heilag- leika. Þú getur skilið, að Heródes muni vilja hindra það“. „Það skil ég vel“, sagði hermaðurinn með ákafa, „en það hlýtur líka að vera fjarskalega auðvelt". „Það mundi áreiðanlega vera liægðarleik- ur“, sagði foringinn, „ef konungurinn aðeins vis8Í, hvert af öllum börnum í Betlehem það væri“. Hermaðurinn hnyklaði brýrnar. „Það var slæmt, að spámenn hans skyldu ekki geta frætt hann um það“. „En nú liefur Heródes fundið upp bragð, sem hann heldur að muni duga til að gera þennan unga friðarhöfðingja ósaknæman“, hélt foringinn áfram. „Hann lieitir hverjum þeim stórgjöfum, sem vill hjálpa honum“. „Hvað, sem Voltigíus skipar, skal verða framkvæmt, einnig án launa og gjafa“, sagði liermaðurinn. „Lg þakka þér fyrir“, sagði höfðinginn. „Nú skaltu heyra ráðagerð konungsins! Hann ætlar að lialda hátíðlegan fæðingardag yngsta sonar síns með veizlu, og þangað á að bjóða öllum sveinbörnum í Betlehem, sem eru tveggja til þriggja ára að aldri, ásamt mæðr- um þeirra. Og í þessari veizlu — -— —“ Hann þagnaði og hló, þegar hann sá þykkju- svipinn, sem brá fyrir á andliti liermanns- ins. „Vinur minn“, hélt hann áfram, „þú þarft ekki að vera hræddur um, að Heródes hafi í liyggju að nota okkur sem barnfóstrur. —- Beygðu nú eyra þitt niður að munninum á - mér, og þá skal ég láta þig heyra fvrirætl- anir hans“. Foringinn var lengi að hvísla að her- manninum, og þegar hann var búinn að skýra honum frá öllu, sagði hann: „Ég þarf ekki að taka það fram við þig, að það verður að gæta ítrustu þagmælsku, ef allt fyrirtækið á ekki að mislieppnast“. „Þú veizt, að þú mátt treysta mér, Volti- gíus“, svaraði hermaðurinn. Þegar foringinn var farinn og hermaðurinn var orðinn einn á varðstöð sinni, skyggndist hann um eftir barninu. Það var að leika sér milli blómanna, og lionum fannst það svífa létt og yndislega á milli þeirra, eins og fiðr- ildi. Allt í einu fór hermaðurinn að hlæja. „Það er satt“, sagði hann, „ég mun ekki lengi þurfa að lá.ta mér gremjast við þetta barn. Því verður áreiðanlega einnig boðið í veizlu Heródesar í kvöld“. Kesjumaðurinn var á verði allan daginn til kvölds, og það var kominn tími til að loka hliðum borgarinnar fyrir nóttina. Þegar því var lokið, gekk hann um mjóar og dimmar götur upp að skrautlegri höll, sem Heródes átti í Betlehem. í miðri þessari voldugu höll

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.