Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 16
228 LJÓSBERINN var stór, hellulagður garSur, umgirtur af byggingum og -á þeim voru tveir opnar vegg- svalir, hvor upp að annari. Hafði konung- urinn fyrirskipað, að hátíðahaldið fyrir börn- in í Betlehem skyldi fara fram á efri vegg- svölunum. Samkvæmt ákveðnu boði konungsins hafði þessum veggsvölum verið breytt þannig, að þær líktust yfirþöktum göngum í fögrum trjá- garði. Undir þakinu vöfðust vínviðargreinar, niður úr þeim löfðu vínþrúgukönglar, og meðfram veggjunum voru granat- og gullepla- tré, sem voru þakin þroskuðum ávöxtum. Gólfin voru þakin rósablöðum, sem voru svo þétt og mjúk undir fæti sem gólfábreiða, og meðfram handriðunum, loftlistunum, borðunum og lágu legubekkjunum, alls stað- ar var vafið blómfestum úr skínandi hvít- um liljum. 1 þessum blómagarði voru hingað og þang- að vatnsþrær úr marmara, þar sem gull- og silfurgljáandi fiskar léku sér í kristalstæru vatni. í trjánum sátu állavega litir fuglar frá fjarlægum löndum, og í fuglabúri sást gamall hrafn, sem krunkaði í sífellu. Þegar hátíðin byrjaði, streymdu börn og mæður inn á veggsvalirnar. Undir eins við inngönguna í höllina voru börnin færð í hvít klæði með purpurabryddingum og blóm- sveigar voru látnir á dökku hárkollana þeirra. Konurnar komu inn klæddar rauSum og bláum fötum, meS hvítum slæðum, sem héngu niður frá höfuðskýlu, sem var þakin með gullpeningum og festum. Sumar þeirra báru börn sín á öxlunum, sumar leiddu syni sína, aftur aðrar báru þau börn, sem voru feimin og hrædd, á handleggnum. Konurnar settust á gólfið á veggsvölunum. Þegar þær voru seztar, komu þrælar og settu lág borð fyrir framan þær; á þau var borinn fram ágætur matur og drykkur, eins og sæmdi í konungsveizlu, og allar þessar ánægðu mæður átu og drukku, án^þess að glata nokkru af þeim tígulega og yndislega virðuleika, sem er mesta prýði kvennanna í Betlehem. Meðfram veggjum veggsvalanna var fylkt tvöfaldri röð af hermönnum meS alvæpni, sem því nær voru hulin af blómfestum og ávaxtatrjám. Hermennirnir stóSu grafkyrrir, eins og þeim kæmi ekkert við það, sem gerð- ist í kringum þá. Konurnar gátu þó ekki varist þess, að líta við undrandi augum á þessa herklæddu menn. „Hvað hafa þeir að gera hér?" hvísluðu þær. „Heldur Heródes, að viS kunnum ekki að hegða oss sómasam- lega? Heldur hann, að það þurfi svona marga hermenn, til þess að hafa auga á okkur?" En aðrar svöruðu hvíslandi, aS þaS væri eins og viS ætti hjá konungi. Heródes sjálf- ur héldi aldrei svo veizlu, að hús hans væri ekki fullt af hermönnum. Það væri til heið- urs við gestina, að þessir hervæddu hermenn staeðu þarna og héldu vörð. Við byrjun hátíðarinnar voru litlu börnin feimin og óframfærin og höfðust við í nánd við mæður sínar. En brátt lifnaði yfir þeim, og þau fóru nú að gæða sér á öllu því sæl- gæti, sem Heródes hafði á boðstólum handa þeim. ¦— Það var töfrastaður, sem Heródes hafði búið litlu gestunum sínum. Þegar þau gengu hringinn í kring eftri veggsvölunum, sáu þau býflugnabú, og hunang úr þeim gátu þau fengið sér, án þess að nokkur skapill býfluga aftraði þeim. Þau sáu tré, sem beygðu greinar sínar, þungar af ávöxtum, niður til þeirra. 1 einu horninu voru töframenn, sem allt í einu göldruðu vasa þeirra fulla af leikföngum, og í öðru horni var dýratamn- ingamaður, sem sýndi þeim tvö tígrisdýr, sem voru svo meinlaus, að þau gátu setið á bakinu á þeim. En í þessari paradís, með öllum sínum dásemdum, var þó ekkert, sem jafnt hreif athygli þeirra og langa röðin af hermönn- um, sem stóSu grafkyrrir meS fram annari hliðinni á veggsvölunum. Blikandi hjálmarn- ir, alvörugefin og drembileg andlitin, og stuttu sverSin í skreyttum sliSrum, seiddu augu þeirra til sín. Allan tímann á meSan þau voru aS leika sér og hlaupa um, hugsuðu þau í sífellu um hermennina. Fyrst höfðust þau við í hæfi-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.