Ljósberinn - 01.12.1946, Qupperneq 17

Ljósberinn - 01.12.1946, Qupperneq 17
LJÓSBERINN 229 legri fjarlægð frá þeim, en þau langaði til að koma nær þeim og atliuga, hvort þeir voru í raun og veru lifandi og gætu hreyft sig. Glaðværðin og veizlugleðin jókst við livert augnablik, svo liermennirnir voru sífellt grafkyrrir. Bömunum fannst óskiljanlegt, að nokkur gæti verið svo nálægt vínberjaköngl- unum og öllu hinu góðgætinu, án þess að hreyfa liönd, til þess að ná sér í eitthvað af því. Að síðustu gat einn drengjanna ekki leng- ur ráðið við forvitni sína. Hann nálgaðist hljóðlega — og reiðubúinn til að leggja á flótta — einn af liinum lierklæddu, og þeg- ar hermaðurinn lireyfði sig ekki, kom hann nær. Loks var liann svo nálægt honum, að hann gat snert skóreimar lians og legghlífar. Þá, allt í einu, eins og þetta hefði verið óheyrilegur glæpur, fóru herklæddu menn- irnir á stjá. Með óstjórnlegu æði réðust þeir á börnin og tóku þau. Sumir sveifluðu þeim yfir liöfði sér eins og skotvopnum, og hentu þeim á milli lampa og blómfesta yfir hand- riðið á veggsvölunum ofan í hallargarðinn, þar sem þau rotuðust á marmaragólfinu. Sumir brugðu sverðum og ráku börnin í gegn, en aðrir slógu höfðum þeirra við vegginn, áður en þeir hentu þeiin niður í niðdimm- an garðinn. Fyrstu augnablikin eftir árásina ríkti al- ger þögn. Litlu líkamarnir svifu enn þá í loftinu, konurnar voru agndofa af skelfingu. En allt í einu vöknuðu aumingja konurnar til vitundar um livað gerzt hafði, og með samstilltu skelfingarópi ruddust þær á móti hermönnunum. Það voru enn þá nokkur börn uppi á vegg- svölunum, sem ekki höfðu verið tekin í fyrstu atlögunni. Hermennirnir eltu þau, og mæðurnar fleygðu sér niður fyrir fætur þeirra og þrifu með berum höndum um nakin sverð þeirra, til að afstýra banahögginu. Nokkrar konur, sem búnar voru að missa böm sín í dauðann, réðust á hermennina, og reyndu að hefna þeirra með því að kyrkja morðingj- ana. Meðan á þessari ringulreið stóð, skelfing- arópin ómuðu í liöllinni, og grimmdarleg- ustu ofbeldisverk voru framin, stóð hermað- urinn, sem vanur var að vera á verði, við borgarhliðið, lireyfingarlaus ofan við stig- ann, sem lá niður frá veggsvölunum. Hann tók engan þált í bardaganum og morðunum. Aðeins reiddi hann sverð sitt á móti þeim konum, sein heppnast Iiafði að ná í hörn sín og ætluðu að flýja með þau ofan stig- ann, en það eitt, að sjá hann þungbúinn og lireyfingarlausan, fannst þeim svo ægilegt, að flótlakonurnar fleygðu sér heldur yfir grind- verkið eða hörfuðu aftur inn í bardaga gaura- ganginn, lieldur en að eiga það á hættu, að komast fram hjá honum. „Voltigius hefur vissulega farið rétt að ráði sínu, að fela mér þetta hlutverk“, hugs- aði hermaöurinn. „Ungur og óvarkár her- maður mundi hafa yfirgefið varðstöð sína og ruðst út í liringiðuna. Ef ég hefði látið tælast héðan, mundi að minnsta kosti hálfur tugur af börnum liafa komizt undan“. Þegar liann var að hugsa um þetta, tók hann eftir ungri móður, sem liafði þrifið barn sitt, og kom nú á hröðum flótta æðandi á móti honum. Enginn þeirra hermanna, sem hún varð að þjóta frain hjá, gat stöðvað liana; þeir voru í áflogum við aðrar konur, og þess vegna komst hún alla leið að end- anum á veggsvölunum. „Þarna er ein, sem er rétt komin að því að sleppa!“ hugsaði liermaðurinn. Hvorki hún eða barnið eru særð. Ef ég hefði nú ekki verið liér — —“ Konan kom með svo miklum hraða á móti lionum, að það var eins og liún flygi, og honum vannst því ekki tími, til að greina nákvæmlega andlit liennar eða barnsins. Hann otaði aðeins sverðinu á móti þeim, og með barnið í fanginu æddi hún á móti því. Hann hjóst við því, að bæði hún og barnið féllu á næsta augabragði til jarðar, rekin í gegn. En í söniu andránni lieyrði hermaðurinn rciðilega suðu yfir Iiöfði sér, og strax á eft- ir fann hann til ákafs sársauka í öðru aug-

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.