Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 18
230 LJÓSBERINN ann. Sársaukinn var svo ákafur og kvala- fullur, að liann varð höggdofa og ringlaður og sverðið datt úr hendi hans. Hann fór með hendina upp að auganu, náði í býflugu og skildist, að það, sem valdið hafði ógurlegu kvölunum, var aðeins það, að litla dýrið liafði stungið hann með broddi sínum. Leiftursnöggt laut hann niður til að ná sverði sínu í von um, að ennþá væri ekki of seint að stöðva flóttamennina. En litla býflugan hafði leyst vel af hendi hlutverk sitt. Á þeim stutta tima, sem hún varði lil að blinda hermanninn, hafði unga móðirin ætt framhjá honum ofan stigann, og þó liann þyti á eftir henni, gal hann ekki fundið hana. Hún var horfin, og í stóru höll- inni gat enginn fundið hana. Næsta morgun var kesjumaðurinn, ásamt nokkrum félögum sínum, á verði rétt innan við lilið borgarinnar. Það var snemma dags, og þunga hliðinu hafði nýlega verið lokið upp. En það leit út fyrir, að engum hafi dottið í hug, að hliðið yrði opnað þenna morgun, því engir hópar af akuryrkjumönn- um streymdu út úr bænum, eins og vant var á morgnana. Allir íbúar Betlehemsborgar voru svo fullir. skelfingar yfir blóðbaði næt- urinnar, að enginn þorði að yfirgefa lieim- iii sitt. „Við sverð mitt“, sagði hermaðurinn, sem stóð og starði niður eftir mjóu götunni, sem lá út að hliðinu, „ég lield, að það sé óhyggi- leg ráðstöfun hjá Voltigiusi. Það hefði verið betra að láta hliðin vera lokuð og láta leita í sérliverju húsi í borginni, þangað til liann liefði fundið drenginn, sem slapp lir veizl- unni. Voltigius býst við, að foreldrar lians muni reyna að koma lionum liéðan hurt, þegar þeir fá að vita, að búið sé að opna hliðin, og hann vonar, að ég muni geta tekið liann hér í hliðinu. En ég er hræddur um, að það sé ekki lieppilegur útreikningur. Hversu auðvell er ekki fyrir þá að fela barn!“ Og hann var að hugsa um, hvort þeir ef til vill mundu reyna að fela bamið í ávaxta- körfu á asna eða í stórri olíukmkku eða á milli kornpokanna í kaupmannalest. Á meðan hann stóð þannig og var að bíða eftir því, að það yrði á einn eða annan hátt reynt að gabba hann, kom hann auga á karl- mann og kvenmann, sem hröðuðu sér niður eftir götunni og nálguðust hliðið. Þau fóru liratt, og litu óttaslegin í kringum sig, eins og þau væru að flýja einhverja hættu. Mað- urinn hafði öxi í liendinni, og hélt svo fast um liana, eins og hann væri staðráðinn í því að ryðjast áfram með valdi, ef einhver hefti för lians. En hermaðurinn horfði ekki eins mikið á manninn og konuna. Honum datt í hug, að hún væri jafn há og beinvaxin og unga móðirin, sem slapp frá honum kvöldið áður. Hann veitti því einnig athygli, að hún hafði varpað kyrtlinum yfir höfuð sér. „Ef til vill gerir hún það“, hugsaði hann, „til þess að leyna því, að hún haldi á barni á handleggn- um“. Því mcira sem þau nálguðust, því glöggar sá hermaðurinn móta fyrir barninu, sem konan bar á liandleggnum, undir kyrtlinum. „Ég er viss um, að það er hún, sem komst undan í gær“, liugsaði hann. „Ég gat ekki séð andlit hennar, en ég þekki háa vaxtar- lagið. Og þarna kemur hún mi með barnið á liandleggnum, án þess svo rnikið sem að reyna að leyna því. Ekki hafði mig dreymt um slíka heppni“. Maðurinn og konan liéldu áfram hraðri ferð sinni að hliðinu. Þau höfðu bersýnilega ekki búizt við að verða stöðvuð þar; þeim varð bilt við, þegar kesjumaðurinn lagði fram spjótinu og varði þeim veginn. „Hvers vegna aftrarðu okkur að fara út á akurlendi,ð til vinnu vorrar?" spurði mað- urinn. „Þú skalt undir eins fá leyfi til að fara“, sagði hermaðurinn, „aðeins verð ég fyrst að atliuga, livað það er, sem kona þín hefur falið undir kyrtli sínum“. „Hvað ætli þar sé að sjá?“ sagði maður-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.