Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 20

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 20
232 LJÓSBERINN ég ekki veriS svo nálægt þeim, aS ég hef verið kominn að því aS skjóta spjóti mínu í barnið, og samt sem áður hafa þau gengið mér úr greipum! Ég fer að halda, aS ég nái þeim aldrei". Honum fannst hann huglaus, eins og sá, sem finnur það á sér, aS hann er berjast viS eitthvaS, sem er ofurefli hans. Hann spurSi sjálfan sig, hvort það gæti átt sér stað, að guðirnir hefðu tekið að sér að vernda þessa menn fyrir honum. „Þetta er árangurslaust, ég ætti heldur að snúa við áður en ég ferst af hungri og þorsta á þessum öræfum", sagði hann við sjálfan sig hvað eftir annað. En svo varð hann ótta- sleginn af því, sem fram við sig mundi koma, ef hann kæmi aftur við svo búiS. ÞaS var hann, sem tvisvar sinnum hafSi látiS barniS komast undan. ÞaS var ólíklegt, aS Voltigi- us eSa Heródes mundu fyrirgefa honum slíkt. „Á meSan Heródes veit, aS eitt af börn- unum í Betlehem hefur komist undan, mun hann sífellt kveljast af sama óttanum", sagSi hermaSurinn. „ÞaS er líklegt, aS hann muni leita sér fróunar í hugraun sinni meS því aS láta krossfesta mig". Það var um hádegisbil, og hann kvald- ist hræSilega á reið sinni um þetta skóg- lausa fjalllendi eftir vegi, sem krókaðist um djúpar dalskorur, þar sem ekki var minnsti andvari. BæSi hesturinn og reiSmaSurinn voru að því komnir aS hníga niSur. Það voru nú liðnar margar klukkustundir frá því, að hermaðurinn hafði misst af förum flótta- mannanna, og honum fannst hann hugdeig- ari en nokkru sinni áður. „!Ég verð að hiætta við það", hugsaði hann. „Ég held, að það sé ekki tilvinnandi að elta þau lengur. Þau hljóta að hafa farizt á þessum hræðilegu öræfum". Þegar hann var að hugsa um þetta, sá hann, að í standberginu, fast við veginn, var hvelfdur hellismunni. Hann sneri hesti sínum þegar að hellis- munnanum. „Ég ætla að hvíla mig stundar- korn í þe8sum helli", hugsaSi hann, „að því loknu get ég svo haldiS áfram eltingaleikn- um meS endurnærSum kröftum". Þegar hann ætlaði aS fara inn í hellinn, sá hann allt í einu dálítiS einkennilegt. BáS- um megin í hellismunnanum uxu fallegar liljur. Þarna stóðu þær háar og beinar, þakt- ar blómum, sem gáfu frá sér töfrandi hun- angsilm, og hópur af býflugum suSaSi í kring- um þau. / Þetta var svo furðuleg sjón á þessum ör- æfum, aS hermaSurinn gerSi það, sem hann aldrei hafði gert áður. Hann tók eitt stóra hvíta blómið og hafði það með sér inn í hellinn. Hellirinn var hvorki djúpur eða dimmur og þegar hann var kominn inn und- ir hvelfingu hans, varS hann þess var, aS þar voru þrír menn fyrir. ÞaS var karlmaS- ur, kona og barn, sem lágu steinsofandi á hellisgólfinu. Aldrei hafði liermaSurinn fundiS hjarta sitt slá jafn ört eins og viS þessa sjón. ÞaS voru einmitt flóttamennirnir þrír, sem hann svo lengi hafSi verið að reyna að finna. Hann þekkti þau strax. Og hér lágu þau nú sof- andi, ófær til að verja sig, algerlega á hans valdi. t Hann dró sverðið glamrandi úr slíðrum og laut yfir sofandi barnið. Hægt færði hann sverðið niður á móts við hjarta barnsins og miðaði nákvæmlega, til þess að hann gæti deytt það með einni stungu. I miðri þessari hreyfingu staldraði hann augnablik, til þess að virða fyrir sér andlit barnsins. Nú, þegar hann var viss um að bera sigur úr býtum, fann hann til grimmd- arlegrar nautnar við að horfa á fórnardýr sitt. En þegar hann sá barnið, jókst gleði hans um allan helming; því hann þekkti þar litla drenginn, sem hann hafði séð leika sér að býflugunum og liljunum á enginu fyrir ut- an hliðið. „Já, auðvitað", hugsaði hann. „Það hefði ég átt að vita fyrir löngu. Það er þess vegna, að ég hef hatað þaS barn. ÞaS er hann, sem er fyrirheitni friSarhöfSinginn". Aftur lét hann sverSiS síga, um leið og

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.