Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 21
LJÓSBERINN 233 hann hugsaði: „Þegar ég legg höfuð barns þessa fyrir fætur Heródesar, mun hann áreið- anlega gera mig að lífvarðarforingja sínum". Og á meðan hann færði sverðsoddinn nær sofandi barninu, gladdist hann við að hugsa með sjálfum sér: „1 þetta skipti skal áreið- anlega enginn skerast í leikinn og hrifsa hann úr höndum mér". En hermaðurinn hélt ennþá á liljunni, sem hann hafði tekið í hellismunnanum, og á meðan hann var í þessum hugleiðingum, flaug býfluga, sem hafði leynzt í bikar blóms- ins, allt í einu upp og sveimaði hvað eftir annað suðandi í kringum höfuðið á honum. Hermaðurinn hrökk við. Allt í einu mundi hann eftir býflugunum, er litli drengurinn hafði hjálpað, og hann minntist þess, að það var býfluga, sem hafði hjálpað barninu til að komast undan úr veizlu Heródesar. Þessi hugsun gerði hann undrandi. Hann hélt sverðinu kyrru og hlustaði eftir býflug- unni. Nú heyrði hann ekki lengur suðuna í litla dýrinu. En þegar hann stóð þarna grafkyrr, tók hann eftir þeim sterka angandi ilm, sem lagði frá blóminu, sem hann héh á í hend- inni. Þá duttu honum í hug liljurnar, sem litli drengurinn hafði hjálpað, og hann minntist þess, að það var lilju-vöndull, sem hulið hafði barnið sjónum hans og hjálpað því til að sleppa út um hliðið. Hann varð meira og meira áhyggjufullur og kippti að sér sverðinu. „Býflugurnar og liljurnar hafa launað hon- um velgjörðir hans", tautaði hann við sjálf- an sig. Því næst datt honum í hug, að sá litli hafi einnig eitt sinn auðsýnt honum sjálfum velgerning, og sterkur roði hljóp í kinnar hans. „Getur rómverskur hermaður gleymt að endurgjalda greiða?" tautaði hann. Dálitla stund átti hann í baráttu við sjálf- an sig. Hann hugsaði um Heródes pg eigin ósk sína, að ryðja unga friðarhöfðingjanum úr vegi. „Það er ósæmilegt fyrir mig að deyða þetta Vetrarkvöld / bládjúpi himinsins lýsandi loga Ijómandi smásólna þúsunda fjöld; geislunum hella á hau'Sur og voga, á hrímþakta jökla um skamdegis kvbld. Nordurljós marglitur guSvefur glitrar, Glampandi er loftiS, sem eldþrungiS haf, brotnandi geislinn á bárunum titrar þá brotsjóir megna' ekki dö fœra í kaf. GuSjón Pálsson. barn, sem hefur bjargað lífi mínu", sagði hann um síðir. Hann laut niður og lagði sverðið við hliðina á barninu, til þess að flóttamennirnir, þegar þeir vöknuðu, gætu skilið, úr hvílikri hættu þeir hefðu sloppið. Þá sá hann, að barnið var vaknað, það lá og horfði á hann með fögru augunum sínum, sem ljómuðu eins og stjörnur. Og hermaðurinn féll á kné frammi fyrir barninu. „Herra, þú ert hinn voldugi", sagði hann. „Þú ert hinn máttugi sigurvegari. Þú, ert sá, sem guðirnir elska. Þú ert sá, sem getur fót- um troðið höggorma og sporðdreka". Hann kyssti fætur barnsins og gekk út úr hellinum á meðan litli drengurinn lá og horfði á eftir honum með stórum, undrandi barnsaugum.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.