Ljósberinn - 01.12.1946, Qupperneq 21

Ljósberinn - 01.12.1946, Qupperneq 21
LJÓSBERINN 233 liann hugsaði: „Þegar ég legg liöfuð bams þessa fyrir fætur Heródesar, in\ui hann áreið- anlega gera mig að lífvarðarforingja sínum“. Og á meðan liann færði sverðsoddinn nær sofandi barninu, gladdist hann við að liugsa með sjálfum sér: „í þetta skipti skal áreið- anlega enginn skerast í leikinn og hrifsa hann úr liöndum mér“. En hermaðurinn hélt ennþá á liljunni, sem hann hafði tekið í liellismunnanum, og á meðan hann var í þessum liugleiðingum, flaug býfluga, sem hafði leynzt í bikar blórns- ins, allt í einu upp og sveimaði livað eftir annað suðandi í kringum liöfuðið á honum. Hermaðurinn lirökk við. Allt í einu mundi hann eftir býflugunum, er litli drengurinn hafði hjálpað, og liann minntist þess, að það var býfluga, sem liafði hjálpað barninu til að komast undan úr veizlu Heródesar. Þessi hugsun ger,ði hann undrandi. Hann hélt sverðinu kyrru og hlustaði eftir býflug- unni. Nú heyrði hann ekki lengur suðuna í litla dýrinu. En þegar hann stóð þarna grafkyrr, tók liann eftir þeim sterka angandi ilm, sem lagði frá blóminu, sem hann hélt á í liend- inni. Þá duttu lionum í hug liljurnar, sem litli drengurinn liafði lijálpað, og liann minntist þess, að það var lilju-vöndull, sem hulið hafði barnið sjónum hans og hjálpað því til að sleppa út um hliðið. Hann varð meira og meira áhyggjufullur og kippti að sér sverðinu. „Býflugurnar og liljurnar hafa launað lion- um velgjörðir hans“, tautaði liann við sjálf- an sig. Því næst datt honum í hug, að sá litli hafi einnig eitt sinn auðsýnt honum sjálfum velgerning, og sterkur roði hljóp í kinnar hans. „Getur rómverskur hermaður gleymt að endurgjalda greiða?“ tautaði liann. Dálitla stund átti hann í baráttu við sjálf- an sig. Hann hugsaði um Heródes og eigin ósk sína, að ryðja unga friðarhöfðingjanum úr vegi. „Það er ósæmilegt fyrir mig að deyða þetta Vetrarkvöld / bládjúpi himinsins lýsandi loga Ijómandi smásólna þásunda fjöld; geislunum hella á hauður og voga, á hrímþakta jökla um skamdegis kvöld. Noröurljós marglitur guövefur glitrar, Glampandi er loftiö, sem eldþrungiÖ haf, brotnandi geislinn á bárunum titrar þá brotsjóir megna’ ekki d8 fœra í kaf. Guöjón Pálsson. harn, sem hefur bjargað lífi mínu“, sagði liann um síðir. Hann laut niður og lagði sverðið við hliðina á barninu, til þess að flóttamennirnir, þegar þeir vöknuðu, gætu skilið, úr livílíkri liættu þeir liefðu sloppið. Þá sá hann, að barnið var vaknað, það lá og liorfði á hann með fögru augunum sínum, sem ljómuðu eins og stjömur. Og hermaðurinn féll á kné frammi fyrir barninu. „Herra, þú ert hinn voldugi“, sagði hann. „Þú ert hinn máttugi sigurvegari. Þú ert sá, sem guðirnir elska. Þú ert sá, sem getur fót- um troðið liöggorma og sporðdreka“. Hann kyssti fætur barnsins og gekk út úr hellinum á meðan litli drengurinn lá og horfði á eftir lionum með stórum, undrandi barnsaugum.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.