Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 22
234 LJÓSBERINN Auðæfi Dúnu ÚNA LITLA var indæl, lítil stúlka langt upp í sveit. Ég man ekki, hyað hún var gömul, en hún var nýbúin að læra að tala vel og skýrt, og gat hlaupiS aftur og fram um gólfið og sungið og leikið sér. Hana hlakk- aði ósköpin öll til jólanna, sérstaklega hlakk- aði hana til að sjá jólatréð og dansa kring um það með sys'tkinunum sínum litlu. En mikið voru dagarnir lengi að líða; og svo fóru börnin litlu að hugsa upp ráð, til þess að hafa það jólalegt, þótt jólin væru ekki komin. Þau fengu svo lánaðan rokkinn henn- ar mömmu, bræddu lítið vaxkerti ofan á hærri uppstandarann, og svo tókust þau í hendur, stigu kring um rokkinn og sungu alla jólasálmana, er þau kunnu. Svona höfðu þau það kvöld eftir kvöld. Þau þekktu sög- una um elskulega jólabarnið, sem var svo fátækt af heimsins auði, að það fékk ekki aðra vöggu en jötu með heyi í fyrir sængur- föt. Dúna litla þekkti þessa sögu og elskaði Jesúbarnið af öllu sínu unga hjarta. Hennar auðæfi voru nú ekki mikil á jarðneskan mæli- kvarða, því hún átti eng«n kjól til að vera í á jólunum, og það var heldur ekkert efni til í hann. En þá tók systir hennar sig til og saumaði ofurlítinn kjól á Dúnu upp úr gamalli blússutreyju, fagurblárri, og setti rautt skraut á hann og í rauninni varS þetta allra snotrasti kjóll. Og þá varð Dúna svo fjarska glöð, hoppaði um gólfið og sagði með mikilli áherzlu: „Eg vildi óska, að við yrðum alltaf fátæk um jólin".. Stóra systir, sem var að sauma, fékk tár í augun af því að sjá, hvað Dúna var glöS í fátækt sinni og hún var hjartanlega sam- mála Dúnu, að æskilegt væri, að glys og nægt- ir þessa heims yrðu ekki svo mikil á heim- ilinu þeirra, að það næði að eyðileggja hina sönnu jólagleði. „Vor auðlegð sé að eiga himnaríki, vor upphefð breytni sú, er Guði líki, vort yndi að feta í fótspor Lausnarans, vor dýrðarskrúði dreyrinn Jesú ina-ti, vor dýrðlegasti fögnuður og kæti 8é himinn hans". GuSrún Jónsdóttir.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.