Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 4
Verksmiðjustúlkan, sem fór til Afrfku + Myndasaga um Mary Slessor + 1 Fyrir meira en 100 árum fæddist i skozkum verksmiðju- bæ telpa, sem hlaut í skírninni nafnið Mary. Faðir hennar var skósmiður að iðn og móðir hennar var góð og guðhrædd kona. Mary litla reyndist mynd- arstúlka, er hún óx upp. Hún var oft í skólaleik. Þá þóttist hún vera að kenna svörtum börnum. Það var líklega vegna þess, að móðir hennar sagði henni svo oft frá svörtu heið- ingjabörnunum. 1 nágrenninu bjó gömul og guðhrædd kona. Hún safnaði oft inn til sín börnunum af götunni, talaði við þau um Jesúm og sagði þeim sögur. Þar var Mary oft. Móðir hennar vann í vefnaðar- verksmiðju. Þegar Mary var 11 ára, fékk hún vinnu þar lika og fór að læra að vefa. Þegar hún kom heim með fyrstu vinnulaunin sín, komst mamma hennar við. Hún geymdi þá peninga og kallaði þá heilaga gjöf. Mary vann í 12 stundir í verksmiðjunni. En auk þess varð hún að hjálpa til heima. Hún varð að fara á fætur snemma á morgnana og vann oft langt fram á kvöld við heimilisstörf. — Hún var þyrst í allan fróðleik og lét bækurnar sínar liggja opnar á bekknum hjá sér við vefstólinn, svo að hún gæti lesið við vinn- una. Stundum las hún líka úti á götu og gætti þess þá ekki alltaf að vara sig á forarpoll- unum. Á hverjum sunnudegi fór hún í sunnudagaskólann. Þar fylgdist hún með af áhuga. Ef hún skildi ekki eitthvað, sem um var talað, spurði hún mömmu sína um það, er hún kom heim. Hún gat alltaf greitt úr öllum vanda. L J DSBERINN 2

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.