Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 8
— Auminginn, hann hefur víst lært af bræðrum sínum, og foreldrar hans eru víst ekkert betri. En hann getur ekkert gert að því. — Hann biður aldrei kvöldbænirnar sín- ar. Hann kann ekki einu sinni „Faðir vor“, það hefur hann sjálfur sagt. — Það var ljótt að heyra; en þú mátt ekki segja neitt ljótt um hann, því það er ekki fallegt heldur. Og sem sagt, hér eftir mun þetta verða öðru vísi. Ég hugsa að hann komi bæði í sunnudagaskólann og K.F.U.M., ef þú biður hann um það. — Auðvitað ætla ég að biðja hann um það. Hann verður að gjöra svo vel að koma með þangað, sem ég vil. Fyrir utan dyrnar stanzaði ívar aftur. — Mamma er þetta skrítna, sem er í pok- anum, mjög dýrt? — Það kostar 2 krónur. — Ekki meira? Ég fékk 5 krónur á af- mælinu mínu. — Þú getur vel keypt meira, vertu ró- legur. — Það var ljótt að ég vissi ekki um þetta fyrr. ívar hélt í pilsið hennar mömmu sinn- ar og þau gengu út portið, en allt í einu stanzaði hann og benti á hlið hinum megin við götuna. — Sjáðu, þarna er hann! Mamma kinkaði kolli. — Hann stekkur í burtu, ef ég fer til hans. Þú verður að reyna að gefa honum pokann sjálfur. En passaðu að segja honum ekkert, því þá vill hann ekki borða. — Nei, nei, ég skal þegja. ívar hljóp til hans. — Hérna skaltu fá dálítið gott, sem mamma keypti niðri í bæ. Það er alveg satt. Það má borða það. — Þú ert að plata mig. Óli ýtti pakkan- um frá sér. — Ég skal gefa þér krónu, ef ég er að skrökva. — Jæja þá. — Óli tók pokann og opnaði hann. Þá varð hann hinn blíðasti í málrómnum. — Þakka þér fyrir; en má ég eiga þetta allt? — Já, já, borðaðu það bara, en vertu fljótur. 6 ívar horfði eftirvæntingarfullur á leik- bróður sinn draga stóra kúlu upp úr pok- anum, hún var grágræn og ílöng mjórri í annan endan, alveg eins og pera. — Þú verður að fá eina líka. Þær eru svo sætar. Óli rétti honum eina stóra. — Nei, þú átt að fá þær allar. ívar langaði afar mikið að smakka á, en hann var hræddur um að verða veikur. Þegar pokinn var orðin tómur fóru þeir að leika sér. Svona góður hafði Óli aldrei verið fyrr. Hann sagði já við öllu, sem ívar sagði. Hann bauðst meira að segja til að lána honum skíðin sín, og hann inátti renna sér í brekkunni eins mikið og hann vildi. — Ætlarðu líka að koma með í K.F.U.M.? spurði ívar. Hann var ekki svo lítið hissa á því, hve meðgjörlegur félagi hans var orð- inn. — Það> getur vel verið. Við getum þá verið samferða. Það er annars gott að fara bæði í sunnudagaskóla og á samkomur. Nú varð ívar ennþá meira hissa, og að lokum varð hann að hlaupa heim og segja mömmu hve vel hafði gengið. — Óli er orðinn svo góður, að það er varla hægt að þekkja hann aftur! kallaði hann utan úr dyrum. — Ég vissi, að það mundi fara þannig, segði móðir hans og brosti. — Ég hefi ekki reynt að ráða við hann ennþá. Mér fannst ljótt að verða vondur við hann, þegar hann var svona góður. En segðu mér nú, það voru ekki venjulegar perur, sem voru í pokanum? — Jú, það voru venjulegar perur, þær eru góðar, þegar þær eru notaðar eftir upp- skriftinni í Biblíunni. Stendur það í Biblíunni? — Já, það held ég nú. Jesús segir, að vér eigum að launa illt með góðu. Það er ágætt meðal á móti vondum strákum, er það ekki satt? — Jú-ú-ú. Það varð dálítil þögn, svo heyrðist lág rödd: — Ef ég hefði vitað, að það væru venju- legar perur, þá hefðd ég smakkað á þeim líka, þær hefðu dugað fyrir því. LJ DSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.