Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 12
ennþá holdsveikur. Daginn, sem M’Vondo fékk að vita um þessa niðurstöðu, grét hann af hryggð við brjóst Josie. Eitt ár leið. M’Vondo var stöðugt sjúkur. En nú var hann alveg farinn að venjast líf- inu í sjúkrahúsinu, svo að hann þjáðist ekki lengur af heimþrá. Þrjú ár liðu. Aftur átti M’Vondo að fara í rannsókn. Læknirinn varð undrandi af ár- angrinum. M’Vondo var rannsakaður aftur og aftur. En svo var úrskurðað, að hann væri orðinn frískur. Skilabcð voru send til þorps M’Vondos um það, að nú mætti sækja drenginn. Faðir hans lagði strax af stað með sendiboðanum til þess að heimta heim heilbrigðan son sinn. Á spítalanum var undirbúin hátíð. Það var gömul hefð, að halda skyldi þakkarguðsþjón- ustu, þegar úrskurðað var, að sjúklingur væri heilbrigður. Og nú var M’Vondo heilbrigður. Kirkjutrumburnar kölluðu menn saman. Allir stefndu til kirkjunnar. Söfnuður svert- ingjanna söng lofsöng fullum hálsi og marg- raddað. Og presturinn gekk fram og las: — Er Jesús kom inn í þorp nokkurt, mættu honum tíu menn líkþráir_ er stóðu langt frá. Og þeir hófu upp raust sína og sögðu: Jesú, meistari, miskunna þú oss! Og er hann leit þá, sagði hann við þá: Farið og sýnið yður prestunum. Og svo bar við, er þeir fóru, að þeir urðu hreinir. En einn af þeim sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lof- aði Guð með hárri raustu .... Meðan presturinn var að prédika, spennti M’Vondo greipar, þar sem hann sat á bekkn- um sínum, og baðst fyrir. Hann vildi reyna að líkjast hinum eina, sem þakkaði fyrir sig. Aftur drundi í trumbunum, þegar faðir M’Vondos kom til þess að sækja son sinn. Allt fólkið þyrptist saman. Það safnaðist um- hverfis M’Vondo, hóf pálmagreinar á loft og óskaði honum góðrar ferðar. Faðir hans þakkaði Josie af hjarta fyrir allt. sem hún hafði gert fyrir son hans þessi þrjú ár. Og svo héldu þeir tveir af stað til þorps síns, glaðir í bragði. Heima varð mikill fögnuður. Félagar M’Vondos hópuðust að honum, þegar hann kom inn í þorpið, og óskuðu honum til ham- ingju. Og móðir hans og litla systir réðu sér -------------------------1 Á ÖLDUM HAFSINS Forfeður okkar sigldu á opnum skipum yf- ir hafið frá Noregi. Það mátti heita mikil þrekraun, því að þeir höfðu ekkert annað til að sigla eftir en stjörnur himinsins og vind- ana. í Noregi hefur verið grafið upp úr haugi eitt af þessum gömlu skipum, og er það kall- að Gaukstaðaskipið. Árið 1892 byggðu Norð- menn nákvæma eftirlíkingu af Gaukstaða- skipinu og sigldu á því yfir Atlantshafið með 14 manna áhöfn. Förin tók 40 sólarhringa frá Bergen til Chicago. Hér sjáið þið mynd af þessari eftirlíkingu gömlu víkingaskipanna, sem hlaut nafnið „Víkingur“. ekki fyrir fögnuði. Gleðitár brutust fram, þegar M’Vondo lyfti litlu systur sinni upp á herðar sér til þess að bera hana á háhesti. Nú var hann ekki lengur óhreinn og gat um- gengizt systur sína óhindrað og leikið sér við hana. En úti í holdsveikraspítalanum sat Jcsie ein eftir. Hún þráði fósturson sinn. Og það voru ekki miklar líkur til þess, að hún fengi þann úrskurð, að hún væri heilbrigð. 10 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.