Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 14

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 14
torkennilegur í hvítum fötum og með breiðan sólhjálm á höfði. Systkinin hlupu í fang for- eldra sinna. Þeim var mikið niðri fyrir. Þau höfðu frá mörgu að segja og höfðu margs að spyrja. En hér var ekki til setu boðið. — Nú verðum við að koma okkur af stað, kallaði pabbi þeirra. Bíllinn hans var ekki af nýjustu gerð, en vel gekk þeim inn í borgina. Borgin þótti þeim stórfurðuleg. Lengi vel sáu systkinin ekki önnur hús en stráskýli, flest kringlótt með strýtumynduðu þaki. Margar stórar og fallegar byggingar voru í miðborginni. Furðulegast þótti þeim þó hve margt og sérkennilegt fólk þau sáu á götun- um. Flestir voru mjög dökkir 1 andliti og með kolsvart, hrokkið hár. Sumir voru eins klædd- ir og fólk í Svíþjóð. Miklu fleiri voru þó í eþíópskum búningi, höfðu varpað yfir herðar sér löngu, hvítu, ósaumuðu efni, sem helzt líktist gluggatjöldum. Karlmenn voru í hvít- um, nærskornum buxum. Kjólar kvenfólksins voru skósíðir. Birgitta hélt sig að móður sinni, þögul og þreytt. En Steinn þreyttist ekki á að spyrja og horfa á allt það óvenjulega, sem fyrir þau bar. — Hvers vegna klæðir fólk sig svona skringilega? Faðir hans var með hugann við aksturinn og gat litlu svarað. — Þetta er tízka hér, sagði hann. Hvíta sjalið, sem fólkið hefur um herðarnar, er nefnt shamma. Hann stöðvaði bílinn skyndilega. Mikil þrengsli voru á götunni. Nú fór löng heylest þvert yfir götuna, sem bíllinn ók um. Heyið var reitt á ösnum. Baggarnir voru svo fyrir- ferðamiklir, að asnarnir sáust ekki. Þó sást snoppan, löng eyrun og fjórir grannir fætur, sem trítluðu undir böggunum. Lestina rak svartur drengur. Hann hottaði á lestina, æpti öðru hvoru og sveiflaði löngu priki. Eftir að hafa ekið aftur um hríð, komu þau að breiðu girðingarhliði. Járngrindur voru í hliðinu, en fyrir innan þau voru tvær högg- myndir af ljónum. Varðmenn stóðu beggja megin hliðsins, hljóðir og hreyfingarlausir eins og Ijónsmyndirnar. Bíllinn staðnæmdist við hliðið. Gegnum það horfðu þau inn í stóran skrúðgarð með allavega litum, fjölskrúðug- um blómabeðum og gosbrunni. í miðjum garði var feiknastór steinbygging eða höll, með breiðum þrepum upp að anddyrinu. Mesta undrun vakti þó stórt járngrindabúr fyrir utan hliðið. Það voru ljónabúr. Hér sáu þau í fyrsta skipti á ævinni lifandi ljón og þótti mikið til koma. — Hér býr keisari Eþíópíu, Haile Selassie, sagði faðir þeirra. Hann er lítill að vexti, en er þó mikilmenni. Hver veit nema þið fáið að sjá hann einhvern tíma. En nú verðum við að halda áfram til Entottó. Þau óku gegnum ilmandi eukalyptusskóg. Vegurinn var grýttur og ósléttur. Seint og síðarmeir komu þau að mjóum afleggjara, óku eftir honum um stund, komu að hliði, óku inn um það og síðan milli fagurra blómabeða upp að stóru, hvítu húsi. — Þá erum við komin, sagði pabbi þeirra. Á morgun leggjum við af stað heim til Ersó. Ferðin til Ersó. Kristniboðsstöðin var í Ersó, en þangað var tveggja daga ferðalag frá Addis Abeba, þó að lagt væri snemma af stað báða dagana og ekkert bæri út af. Egon frændi hafði fengið stöðu í Addis Abeba og varð hann þar eftir. Þau voru ekki nema fjögur í bílnum, enda ekki sæti fyrir fleiri. Alls konar vörum hafði verið troðið í hann, auk farangurs. Fyrsta daginn var ekið um víðáttumikla hásléttu. Handan sléttunnar gnæfðu fjólublá- ir fjallatindar. Þar sem gróður var gisinn grillti í dökkrauðan jarðveg. Langt var milli þorpa, en þau voru yfirleitt umlukt svo há- um kaktusgróðri, að aðeins sást ofan á strá- skýli þorpsbúa. Búfénaður var á beit meðfram veginum. Kýr höfðu háan herðakamb, en sauðfé hafði digra og langa rófu. Þeim var sagt, að spikið á rófunni kæmi í stað fóðurs, þegar gróðurleysi er mest vegna langvinnra þurrka. Spikrófan gerði sem sagt sama gagn og sarpur rjúpunnar. Nú hafði losnað um málbeinið hjá Birgittu. Það óð á henni, og höfðu foreldrar hennar ekki við að svara öllu, sem hún þurfti að spyrja um. En er sól hækkaði á lofti og hiti varð nær því óþolandi í bílnum, seig á hana þreyta og svefn. Steinn var fámáll, ekki vegna þess að hann syfjaði, en það var svo margt nýstárlegt, sem fyrir augu bar og allt langaði LJDSBERINN 12

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.