Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 15
 hann til að sjá og láta ekkert fram hjá sér fara. Þegar þau nálguðust fjallgarðinn lá vegur- inn ýmist upp á móti eða niður á við. Niðri í þröngum dölum var mikill, óhrjálegur gróður og hitamolla nær því óþolandi. Sjakalar og dáhirtir skutust milli runna, en háværir baví- anar léku sér eða rifust í klettunum efst í hlíðunum. Þeir voru forvitnir og horfðu ó- hræddir á eftir bílnum. Þau fengu gistingu í stráskýli í stóru þorpi. Húsráðandi var góðkunningi kristniboðanna. Hann var maður broshýr, andlitið var ákaf- lega dökkt, en tennur stórar og skjannahvítar. Hann var berfættur og hafði ljósgrátt shamma á herðum. Maðurinn hét Ató Berhane og tal- aði amharísku. Birgitta og Steinn skildu ekki orð af því, sem hann sagði. Ató Berhane var vingjarnlegur og hæverskur. Þegar þau heils- uðu honum, hneigði hann sig djúpt. — Tanestelinj, sagði hann hvað eftir annað. — Svaraðu tanestelinj, það þýðir góðan dag, sagði móðir Steins. — Tanestelinj, sagði Steinn, en Birgitta var feimin og sagði ekkert. Ató Berhane talaði mikið á þessu óskiljan- lega máli við föður þeirra. Ató Berhane virt- ist vera að þakka honum fyrir eitthvað. Síð- an hvarf hann inn í kofann. Forvitin börn höfðu safnazt kringum bílinn. Þau voru alveg ófeimin. Hin yngstu þeirra voru næstum því nakin. Öll höfðu þau mikið, hrokkið hár og stór, dökk augu. Forvitni þeirra óx um allan helming, er farið var að flytja farangurinn úr bílnum inn í kofann. En þá var Steini nóg boðið. — Segðu krökkunum að fara, mamma, sagði hann. Þau ætla að standa þarna og stara á okkur meðan við borðum. — Já, er það ekki von. Þeim er ekki of gott að horfa á okkur. Þau hafa ekki margt sér til ánægju. Þú venst þeim. Ató Berhane ætlar að gefa okkur eitthvað að borða. Ató Berhane kom aftur að stundarkorni liðnu. Konan hans var nú með honum. Hún var grennri en hann og bjartari yfirlitum. Hún setti fram borð og hlóð á það kökum. Þá bar hún sósu með kjötbitum og bað gestina gera sér þetta að góðu. Þegar kristniboðinn hafði beðið borðbæn tók hann sér vænan kökubita, dýfði honum í sósuna og borðaði BSroytt sesse svijs Þú getur breytt ólundarlegu andliti í glað- legt og öfugt með mörgu móti. — Það þarf oft lítið til. Það er líka auðvelt að gera það eftir myndinni hér að ofan. Teikn- aðu á gagnsæjan pappír útlínur efra andlits- ins, þ. e. a. s. ekki munn, nef, augu og auga- brúnir. Teiknaðu síðan tvær myndir á sama hátt, sína eftir hvorri fyrirmynd, af munni, nefi, augum og augabrúnum. Klipptu þær síðan til eftir útlínunum, og felldu þær til skiptis inn í fyrstu myndina. Þá sérðu, að það þarf vissulega stundum lítið til að fá menn til að breyta um svip. síðan með góðri list. Steinn var glorhungrað- ur og var ekki seinn á sér að fara að hætti föður síns. Á næsta augabragði gapti hann eins og maður, sem er að kafna. — Hvað er að þér, drengur? spurði faðir hans. Gengur eitthvað að þér? — Þetta er hræðilegur matur. Það er eins og eldur logi í kokinu á mér. Móðir hans og Ató Berhane skellihlóu. Framhald. LJÓSBERINN 13

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.