Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.02.1957, Blaðsíða 17
V® & JC* iU V® ^ as» eURNffl HENNffi MÖMM Segðu alltaf satt Það átti að yfirheyra 12 ára dreng í mjög alvarlegu máli. Er dómarinn hafði þvælt honum fram og aftur, sagði hann: — Faðir þinn hefur víst sagt þér hverju þú skyldir svara, var ekki svo? — Jú, það gerði hann, svaraði drengurinn. — Einmitt það, hélt dómar- inn áfram, hvað sagði hann þér að segja: Drengurinn horfði beint framan í dómarann og svaraði: — Hann sagði, að dómarinn mundi reyna að flækja mig með spurningum sínum og koma mér í mótsögn við sjálfan mig. En ef ég gætti þess að segja aldrei annað en sannleik- ann, þyrfti ég ekkert að óttast, þá gæti ég svarað öllum spurn- ingum hans hiklaust. Aðeins einn Guð Einu sinni spurði kennari nokkur lítinn dreng um það, hve margir guðir væru tii. — Drengurinn svaraði: — Það er aðeins til einn Guð. — Hvernig veiztu það? spurði kennarinn. — Það er aðeins rúm fyrir einn Guð, því að hann er allt í öllu bæði á himni og jörðu. Lygin er háskaleg Bóndi nokkur átti hest, sem var hættulega slægur og ætlaði því að selja hann. Á meðan hann var að tala við væntanleg- an kaupanda um hestinn, stóð litla dóttir hans hjá honum og hlýddi á samtalið. — Þessi hestur er svo gæfur, sagði hann, að telpan þarna gæti óhult staðið fyrir aftan hann og fléttað tagl hans. Hann mundi ekki hreyfa legg eða lið. Barnið hlustaði á lygi föður síns og hélt, að þetta væri sann- leikur. Dag nokkurn litlu síðar var hún einsömul í hesthúsinu og datt þá í hug að flétta taglið á hestinum. Afleiðingin varð sú, að hesturinn sló hana til bana. Þetta hafðist upp úr lygi mannsins. Það borgar sig aldrei að skrökva! j' - Vel svarað Schiller, skáldið mikla, lærði á æskuárum sínum að leika á hörpu. Nágranni hans, sem var í nöp við hann, sagði eitt sinn í hæðnisróm: — Herra Schiller, þér leikið eins og Davið, en reyndar ekki eins vel. Schiller lét ekki standa á svarinu: — Og þér, kæri vinur, talið eins og Salómon, en reyndar ekki eins viturlega. Undursamleg vemd Frægur maður, Thomas Plat- er, var eitt sinn smali á æsku- árum sínum. Einu sinni týndi hann geit og var fram í myrk- ur að leita að henni. 1 myrkr- inu festist hann í þyrnirunna og gat með engu móti losað sig. Þarna varð hann þvi að láta fyrirberast og sofnaði brátt ör- magna af þreytu. Þegar hann vaknaði um morguninn, sá hann, sér til mikillar skelfing- ar, að hann var rétt frammi á brúninni á háu hengiflugi. Ef hann hefði gengið einu skrefi lengra í myrkrinu, hefði hann steypzt fram af brúninni og rotazt. Drottinn hafði notað þyrni- runnann til að bjarga honum. Það er ég! Þetta gerðist á samkomu í London. Lítil stúlka kom til mannsins, sem stjórnaði sam- komunni og sagði: —' Viltu biðja fyrir mér, en ekki nefna nafn mitt. Á bænastundinni bað maður- inn fyrir stúlkunni: — Ó, Drottinn, ég ber fram fyrir þig litla stúlku, sem ekki vill láta nafns síns getið. En þú þekkir hana, Drottinn Jesús. Gef henni f rið þinn og fullvissu um hjálpræði þitt. í salnum ríkti djúp kyrrð. En allt í einu gall við hvell barns- rödd. — Það er ég, Drottinn, Það er ég! Hún vildi ekki fara á mis við hjálpina. Boðorðin ■ Skoti nokkur ætlaði að ferðast til Landsins helga. 1 hrifningu sinni fór hann til prestsins síns og sagði: — Þegar ég kem til Sínal, ætla ég að klífa efsta tindinn, og þar uppi ætla ég að lesa boð- orðin tíu upphátt. Presturinn brosti við og sagði: Ég skal segja þér eitt, sem er enn meira afrek: Vertu kyrr heima og haltu boðorðin. Fegurð himinsins Lítil telpa sat eitt sinn á björtu vetrarkvöldi við glugg- ann og horfði á störnubjartan himininn. Hún virtist mjög hugsi og var alvarleg á svipinn. — Um hvað ertu að hugsa? spurði móðir hennar eftir dá- litla stund. — Ég er að hugsa um það, svaraði telpan, hve dásamlega falleg „rangan“ á himninum er; hversu miklu dásamlegra hlýt- ur þá ,,réttan“ að vera, þegar maður fær að koma upp í him- ininn sjálfan og sjá hann inn- anfrá. Ol seint —Þú hljópst ekki nógu hratt sagði maður nokkur við ungan mann, sem kom hlaupandi inn á járnbrautarstöðina rétt á eft- ir, að lestin rann af stað. — Jú, svaraði hinn lafmóður, en ég byrjaði of seint! — Þannig fer fyrir mörgum í lífinu. Margir vilja ekki taka lífið alvarlega fyrr en það er orðið of seint. Mundu því eftir skapara þínum á unglingsárun- um, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er menn segja um: Mér líkar þau ekki. UDSBERINN 15

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.