Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 5
Hann spurði mig alúðlega, hvort ég vildi ekki fara inn í íbúðina hans og leggja mig þar á legubekk og vita, hvort mér batnaði ekki. Ég grét enn meir og sagði, að mig langaði helzt til að fara heim og hátta. Hann gaf mér strax leyfi til þess, og ég fór. Mamma varð hrædd, þegar ég kom heim og sagði henni, að mér væri i]lt. Um þessar mundir gekk sem sé mjög illkynjuð farsótt. Ég háttaði niður í rúm og hrósaði happi yfir að hafa sloppið svona vel við heimastílinn. En happið stóð ekki lengi. Mér var ekkert illt í höfðinu, en önnur óþægindi tóku brátt að gera vart við sig. Mér fór að líða illa. Mér var ljóst, að ég hafði ekki gjört rétt. Ég hafði skrökvað að kennara mínum og mömmu minni. Auk þess hafði ég hryggt frelsara minn með því að skrökva. Ég liafði komizt undan ávítum kennarans vegna stílsins, en ég hafði bakað mér meiri vanlíðan vegna vondrar sam- vizku. Loks fór ég fram úr rúminu, settist við borðið og fór að skrifa stílinn. Ég varð að ljúka við þennan stíl, og því næst ætlaði ég að fara til kennarans og játa allt fyrir hon- um. Mamma kom inn til að spyrja hvernig mér liði. Hún varð undrandi að sjá mig á fótum og spurði, hvort ég vildi ekki fara upp í rúmið aftur. Ég þvertók fyrir það, og eftir nokkurn tíma var ég búin með stílinn. Ég ætlaði að fara fram til mömmu og segja henni frá öllu sam- an, þegar dyrnar á herbergi mínu lukust upp og kennarinn gekk inn. Hann var kominn til að vita hvernig mér liði. Strax og ég sá hann, fór ég að gráta og meðgekk allt fyrir honum. Þegar því var lokið, leit ég á hann og bjóst við, að hann væri hinn reiðasti. Ég varð ekki lítið hissa, er ég sá, að hann var mildur á svipinn. Hann lagði höndina á herðar mér og sagði: — Ingiríður mín, það er óttalegt að syndga, en það er enn óttalegra að lifa 1 syndinni. Henni fylgir alltaf ófriður í hjarta. Sá einn getur verið af hjarta glaður, sem elskar Jesúm. Þess vegna er ég glaður yfir því, að þú játaðir synd þína. Það sýnir, að samvizka þín er vak- andi, og þú getur ekki sætt þig við annað en að gera rétt. Ég rétti honum heimastílinn minn og sagði t—------ riótnir ócuntíóannenn -------“ Nkhotas Gonrharoff Hann var liðsforingi í Rauða hernum — nú krisfinn æsknlýös- leiöiogi Nicholas Goncharoff fæddist í Kiev í Rúss- landi 1921. Hann er sem sé einn af þeirri kyn- slóð, sem vaxið hefur upp í Rússlandi eftir byltinguna. Hann naut menntunar undir algjöru veldi kommúnista. Faðir hans hafði unnið í utan- ríkisþjónustunni fyrir byltinguna. Er komm- únistar tóku völdin gerðist hann prestur í orþódoksu kirkjunni. Nokkru síðar var hann fluttur til Síberíu, og þar er hann enn. Móðir Goncharoffs var ein af mörgum, sem létu lífið í hungursneyðinni miklu á árunum eftir 1930. Goncharoff var látinn halda áfram skóla- námi. Árið 1931, er hann stundaði nám við háskólann í Odessa, var hann skráður í Rauða herinn. Hann gerðist liðsforingi í skriðdreka- herdeild. Ári síðar var hann tekinn til fanga af Þjóðverjum. Þriðji her Bandaríkjanna leysti hann síðan úr fangabúðunum. Goncharoff var staðráðinn í því að hverfa ekki aftur heim til Rússlands. En nú höfðu um leið, að ég skyldi aldrei segja ósatt fram- ar. Hér gerði mamma Elsu málhvild, en svo hélt hún áfram. — Það, sem ég nú hefi sagt, kann að virðast smámunir einir, en það er langt frá því að svo sé. Það eru sem sé engir smámunir að syndga og glata friðnum úr hjarta sínu. Það varð mér ljóst, er ég sveikst um að gera heimastílinn minn. Ég vona, barnið mitt, að þú munir vara þig á syndinni í hvaða mynd, sem hún birtist. — Það skal ég gera, svaraði Elsa. Henni þótti sjálfri svo vænt um frelsara sinn, að hún gat ekki hugsað sér að hryggja hann á neinn hátt. LJDSBERINN 21

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.