Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 8
ANNA THALBITSER: Vetrarfötin hans Harrys Satja Harry var 13 ára gamall og elztur af 6 syst- kinum. Móðir hans, sem var búin að vera ekkja í 4 ár, bjó í hrörlegu timburhúsi í út- jaðri smábæjar nokkurs og hafði eftir lát mannsins síns haft ofan af fyrir sér og börn- um sínum með því að þvo fyrir fólk og gera smáviðvik fyrir húsmæður bæjarins, þegar þær þurftu á hjálp hennar að halda. Húsið stóð á hæð nokkurri, sem kölluð var „Blómsturhæð“. Það var ekki mikið af blóm- um þar, en í þess stað voru hlíðar hæðarinnar stöðugt þaktar taui, sem breitt var þar til þerris, og bak við húsið átti fátæka ekkjan dálítinn matjurtagarð, sem Harry og yngri bræður hans gættu. Yngsta barnið var lítil 5 ára telpa, sem hét Kitty. Það hafði aldrei verið hægðarleikur fyrir frú Tofte að fæða heimilið. Munnarnir voru margir og hún sjálf ekki þróttmikil. En hún var iðin og nægjusöm og barðist ákaft við fátæktina. Hún vildi heldur vinna hið erf- iðasta verk en að þurfa að skilja börnin við sig. Þegar hún fór að þvo fyrir fólk, og það sá hversu vandvirk hún var, fékk hún brátt næga vinnu. Hún saumaði líka vel og stundum var hún fengin til sjúklinga. Hin kyrrláta og rólega framkoma hennar gjörði hana vel fallna til þess, og læknir bæjarins vísaði því oft til hennar, þegar á hjúkrun þurfti að halda. Hún átti oft erfitt með að klæða börnin sómasamlega. En fólk, sem hún vann fyrir, gaf henni oft gömul föt, sem hún á kvöldin saumaði úr föt handa börnum sínum. Þetta gekk vel á meðan þau voru lítil. En er þau stækkuðu, urðu þau vandlátari. Harry leit oft með áhyggjusvip á bættu buxurnar sínar og meira en gauðslitnu blússuna. Hann hafði alltaf verið sérstaklega góður drengur og stoð og stytta móður sinnar og kvartaði því ekki. Dag nokkurn sagði hann við móður sína: — En hvað það væri gaman að eignast einu sinni almennileg föt, eins og aðrir drengir. Frú Tofte hætti andartak að þvo og strauk sápulöðrið af höndum sér. Hún brá litum. — Elsku drengurinn minn, sagði hún því- næst. Þú mátt reiða þig á, að ég vildi óska, að ég gæti klætt þig betur! Þú ert myndar- legur og góður drengur og átt það skilið. Ef til vill raknar bráðum úr fyrir okkur. Ef faðir þinn hefði lifað ... — Æ, nei, mamma, ég meina það ekki á þann hátt, svaraði Harry. Þú ert bezta mamm- an í öllum heiminum! En mér datt í hug, að gaman væri að eignast ný föt í vetur eins og hann Pétur. Móðir hans leit á hann, og dauft bros lék um varir hennar. Hann sat á þvottabala, sem var þar á hvolfi og var að tálga spýtu með vasahnífnum sínum. Svipur hans var mjög einbeittur og hún vissi, að þegar Harry hafði bitið eitthvað í sig, þá hætti hann ekki fyrr en því var komið í framkvæmd, hversu erfitt sem það kunni að virðast. Bláu augun hans ljómuðu af einbeittni, og hann hafði ýtt húfunni aftur á hnakka. Harry var ekki beint laglegur, en þegar maður hafði horft um stund á andlitið, fann maður að það var ekki heldur ófrítt. Og horfði maður nógu lengi, þá var það blátt áfram fallegt. Svipur- inn í augunum gerði hann mjög geðþekkan. — Hvernig ætlar þú að fara að því að fá þau, Harry? spurði móðir hans. Ég hefi víst ekki efni á að kaupa þau handa þér. Það átt þú ekki heldur að gera, hélt dreng- urinn áfram. Ég ætla sjálfur að vinna mér inn peninga fyrir þeim, það er að segja, ef ég fæ tíma til þess. Billy og Jack eru ekki mikið yngri en ég, og þeir eru báðir duglegir bæði að útbúa mat og við margt annað, og ég get líka hjálpað þeim svolítið. Allt, sem ég þarf, er, að þú lofir mér að reyna. — Ég sé ekki við hvað þú getur unnið þér inn peninga, Harry, í svona litlum bæ, sem þessum, þar sem allir gera allt sjálfir. Þú LJÓSBERINN 24

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.