Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 9
getur hvorki selt blöð né burstað skó, það eru nógir um það, og nú er verksmiðjan lokuð. Og auk þess þurfið þið drengirnir að hugsa um matjurtagarðinn fyrir mig eins og þið hafið gert. Þið eruð allir góðir drengir og mér til mikillar hjálpar; en John og Bent eru enn of ungir til þess að vinna einir. Þeir hafa nóg að gera að gæta Kittyjar. Þú ert dug- legastur þeirra. Harry lét sem hann heyrði ekki hrós móð- ur sinnar, heldur endurtók. — Það, sem ég þarf er að fá að reyna! Ég skal áreiðanlega finna ráð. — Þú skalt fá að reyna, drengur minn. En stattu nú upp, því að ég þarf að nota balann. Harry stökk glaðlega á fætur. — Það er gott, mamma! Þarf ég að sækja vatn? spurði hann og þreif fötu og stökk út að brunni. Næsta dag ætlaði Harry að reyna. Hann fór snemma á fætur, og áður en hin börnin vöknuðu, var hann búinn að sækja nóg vatn til dagsins og höggva nægilegt brenni handa móður sinni. Þegar hann var búinn að borða morgun- matinn sinn, leit hann á móður sína og ljómaði af fögnuði, er hann sagði: — Nú ætla ég að reyna, mamma. — Gerðu það, drengur minn, og gangi þér vel, sagði hún blíðlega. Litlu seinna gekk hann hratt niður í bæ með skóflu á öxlinni. Hann hafði ákveðið verk í huga og flýtti sér til þess að reyna að fá það. Einn af aðalkaupmönnum bæjarins var þekktur fyrir að eiga mjög vel ræktaðan garð. en hann var nú búinn að liggja í gigt í tvo mánuði og vorið var þegar komið. — Þetta er fyrsta tilraun min, hugsaði Harry, og hjarta hans sló ákafar, er hann barði að dyrum hjá herra Baggers. Bara, að mér takist vel upp, hugsaði hann með sjálfum sér. Gömul, vel klædd og myndarleg kona lauk upp dyrunum og bauð honum inn í hreint og þokkalegt eldhús. Gamall maður sat í hægindastól í herbergi við hliðina á eldhúsinu, og Harry gekk alveg að honum. — Ég vildi gjarnan bjóðast til að stinga upp garðinn yðar, sagði hann kurteislega og tók LJÓSBERINN -------------------------( A ÖLDUM HAFSINS Á 14. öld voru þýzku Hansakaupmennirn- ir nær einráðir um alla verzlun í Norður-Ev- rópu. Þeir teygðu arma sína alla leið út til íslands og þótti íslendingum yfirleitt gott við þá að skipta. Verzlun Hansakaupmanna fór hins vegar ekki alls staðar friðsamlega fram. Skip þeirra voru yfirleitt vopnuð og urðu þeir oft að berjast sér til varnar og sóknar. Skip þeirra voru oft skrautlega búin. Lyft- ingin var oft prýdd marglitum skjöldum og byrðingurinn fagurlega skreyttur. ofan. Ég skal gera það vej og ódýrt og vera yður mjög þakklátur, ef ég gæti fengið þessa vinnu. — Og hver ert þú, ungi vinur minn? var svarið. — Harry Tofte, frá „Blómsturhæð". Baggers og kona hans höfðu strax séð, að hendur Harrys voru hreinar og hár hans vand- lega strokið. Gömlu hjónin kinkuðu kolli hvort til annars. — Og hvers vegna óskar þú að fá þessa vinnu? var næsta spurningin. — Vegna þess, að móðir mín er ekkja, svar- aði Harry og horfði einbeittur beint í augu honum, og við eru mjög fátæk. — Jæja, og hvað viltu svo fá fyrir það? Harry horfði alvarlegur á gamla manninn. — Það skal ég segja yður. Látið mig vinna verkið, og síðan getið þér borgað mér eins og yður finnst vera hæfilegt. — Þú ert nú liðlegur í viðskiptum, sagði 25

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.