Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 11
að hann hefði nokkurn tíma séð hana í öðr- um fötum. Honum var ómögulegt að minnast þess. — Hún hafði einu sinni átt svartan kjól, hugsaði hann, en — jú honum sleit hún út fyrir tveimur árum, og úr því, sem eftir var hafði hún saumað kjól handa Kitty. Tvo bláa baðmullarkjóla og nokkrar svunt- ur. Hann snéri sér við og tók að ganga hægum skrefum heim á leið. — Allt, sem hún hefur unnið inn, hefur farið handa okkur, hugsaði hann, veslings mamma, og hún er þó svona góð! Hann leit enn þá einu sinni við í áttina til búðarinnar, þar sem fallegu fataefnin fengust, en han hristi höfuðið. — Og svo dirfist fólk að tala um, að hún sé fallin frá trúnni. Og hún heldur áfram að þræla og strita og henni þótti svo vænt um, að ég gæti eignast ný föt. Honum fannst allt í einu eins og þungu fargi væri velt af sér. Hann snéri við og gekk aftur að klæðaverzluninni. — Ég vildi gjarnan fá að líta á eitthvað gott alullarefni í kjól, sagði hann óðamála og kafrjóður í framan, og ég held helzt að það verði að vera svart. — Kannski þér lítist vel á þetta, sagði búð- arstúlkan og sýndi honum fallegt svart ull- artau. Þetta er það bezta ullartau, sem til er. Ef það á að vera handa móður þinni, þá held ég, að þetta sé það rétta, og það er mjög sterkt og endingargott. Harry reyndi að láta sem hann hefði vel vit á þessu, en það mistókst. — Þér eruð sjálfar kvenmaður, sagði hann. Svo þér hljótið að hafa vit á því. Það er alveg rétt, það á að vera gjöf handa mömmu, og ég vil fá það bezta, sem völ er á. Viljið þér vera svo góðar að velja það fyrir mig og mæla það. Og tölur og allt, sem til þarf. En — það má ekki kosta meira en 450 kónur. Búðarstúlkan kinkaði kolli. — Það skal ég fúslega gera. Það verður alveg indæll kjóll, og ég skal láta þig fá hann eins ódýrt og hægt er. Hann stóð og horfði á meðan hún mældi efnið af stranganum og vafði öllu saman. Hann fékk talsvert til baka af aurunum sín- um. Hann stakk því í vasann án þess að syrgja minnstu vitund fallegu fötin, sem hann hafði farið til að kaupa handa sjálfum sér. — Það er eins og það á að vera, hugsaði hann. Mamma verður að eiga góðan kjól. Og það er nóg af peningum í heiminum enn þá, sem maður getur unnið fyrir. — Jseja, Harry, sagði móðir hans blíðlega, þegar hann kom heim. — Lofaðu mér nú að sjá nýju fötin þín. — Já, hérna eru þau, mamma, svaraði drengurinn glaðlega og rétti henni böggul- inn. Ég vona, að þér lítist vel á þau, því að það eru einmitt þau, sem mig langaði mest til að fá, það máttu reiða þig á. Síðan þreif hann vatnsfötu og flýtti sér út til að sækja vatn. Harry fékk ekki ný föt þennan vetur, en móðir hans gat aftur farið að sækja kirkju og samkomur, og Harry fékk góða stöðu í verzlun Baggers gamla og horfði vonglaður fram í lífið. Eddystonevitinn stendur á kletti í Ermar- sundi. Hann er einn frægasti viti í heimi. Fyrsta vitabyggingin á þessum stað var reist- ur um 1700 af manni, sem nefndist Henry Win- stanley og fékk viðurnefnið „hetjan frá Eddy- stone“. Á þeim tímum héldu ma-gir, að vitar væru meira til tjóns en gagns. Menn óttuðust, að ljósin af vitunum lokkuðu tii sín sjóræningja og aðra fjandmenn. Winstanley þurfti því að yfirstíga margvislega erfiðleika áður en hann gat hafið verkið. En þó var byggingin sjálf erf- uðust af öllu. Á meðan á verkinu stóð var hann eitt sinn tekinn til fanga af frönskum sjóræningjum. En frakkakonungur k"afðist þess. að hann yrði lát- in laus. er hann frétti hvernig komið var. Loks var vitaturninn fullgerður og líktist þá meir kínve"skum skrautturni en nútíma vita- byggingu. Var hann byggður úr timbri og stóð í 4 á’’. Bvgginga-meistarinn var sannfærður um. að vitinn væri nægilega traustur og lang- aði til að ve"a úti í honum i reglulegu stórviðri. 1 nóvember 1703 gekk fárviðri vfir England. Er veðrið va" að skella á lét Winstanley róa sér út í vitann sinn. Veðrið versnaði. Það stóð í heila viku, og er því slotaði sást ekki urmull eftir af vitanum. Veð”ið hafði sóoað honum burtu og byggingarmeistaranum með. Nokkru síðar var byggður annar viti en eld- ingu sló niður í hann. Eftir það var byggður traustur steinviti á klettinum illræmda í Erma- sundi. LJ DSBERINN 27

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.