Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 13
Skólinn var mættur til að fagna komu kristniboðanna og hvítu barnanna þeirra. Lengi höfðu nemendurnir beðið þegar loks sást til bílsins. Börnin voru orðin ókyrr í röðunum, og urðu kennararnir að hasta á þau oftar en einu sinni. Þau voru látin syngja og æfa sig undir að heilsa kurteislega, þegar Steinn og Birgitta og foreldrar þeirra kæmu. Þarna sást loks til bílsins uppi á hæðinni, og hann lýsti langt á undan sér. Hann stað- næmdist við hliðið. Fjórir dökkir skuggar stigu út úr bílnum, tveir stórir og tveir litlir. — Ahun, kallaði Bekele, einn kennar- anna. Skólabörnin stóðu teinrétt í beinum röðum og fögnuðu komumönnum með söng. — Jamlakajan tanasti tjefra! Þannig byrj- aði söngurinn, eþíópska þýðingin á: Enginn þarf að óttast síöur en Guös barna skarinn fríöur. Gestirnir gengu milli raðanna upp að hús- inu. Elzti kennarinn, Ató Denneke að nafni, stóð þar með ljósker í hendi og hélt langa ræðu. Á meðan urðu allir að standa graf- kyrrir. Steinn og Birgitta höfðu sofið í bíln- um og voru enn svo syfjuð og þreytt, að þau áttu erfitt með að standa lengi í sömu spor- um. Mömmu þeirra var líka farið að langa til að fara inn á fallega heimilið þeirra. En henni þótti vænt um, að tekið var svona skemmtilega á móti þeim og beið þess þolin- móð, að góði gamli Ató Denneke lyki máli sínu. — Þakka ykkur öllum kærlega fyrir, kallaði kristniboðinn á amharísku. Ferðalagið hefur gengið ágætlega, og hér eru þau komin börnin okkar, Steinn og Birgitta. Þið fáið að heilsa upp á þau á morgun. Þá gátu þau loks farið inn til sín. Þjónustu- fólkið hafði undirbúið allt og tóku á móti þeim í dyrunum. Maturinn var tilbúinn og bragðaðist vel eftir erfitt og langt ferða- lag. Næstu daga könnuðu þau Steinn og Birg- itta umhverfið og skoðuðu öll hús kristni- boðsstöðvarinnar. En mesta ánægju höfðu þau af því að vera úti í ávaxta og blómagarðinum. Gular, fullþroska appelsínur héngu á grein- um sumra trjánna. Papajaávextir, á stærð við barnshöfuð, lágu í klösum við rætur trjánna. Fegurstir voru vínberjaklasarnir. Þeir héngu LJÓSBERINN það langt niður, að Steinn gat teygt sig upp í þá. Auðvitað hefði hann getað staðið á vatns- tunnu, sem stóð í garðinum, en hann þorði ekki að færa hana. Hann var líka dálítið hræddur við mann, sem var að vinna í garð- inum. Maðurinn brosti þó til þeirra og sagði eitthvað, en þau skildu ekki eitt orð af því. Birgittu fannst þau vera svo heimsk, þessi innfæddu börn, sem ekki kunnu sænsku. En henni gekk furðu vel að leika sér við þau. Ató Denneke átti dóttur. Birgitta sýndi henni brúðurnar sínar, og urðu þær brátt góðir vin- ir. Steinn fór í knattleik við skóladrengina, þegar þeir voru búnir að læra. Reyndar voru þeir allir berfættir og var hann dálítið hrædd- ur um, að hann mundi meiða þá með knett- inum. En þeir spörkuðu með beru fótunun. sínum alveg eins vel og hann á sænsku skón- um sínum. Steinn og Birgitta höfðu, áður en langt um leið, lært heilmikið í amharísku. Þau gátu gert sig skiljanleg við leikfélaga sína. Pabbi þeirra kenndi þeim dálítið á hverjum morgni eftir guðræknisstundina í skólanum. — Fyrst utti sinn þurfið þið ekkert annað að læra en amharísku, sagði hann. En síðan verðið þið að byrja nám ykkar þar, sem því lauk í Svíþjóð. Þú færð að byrja í skólanum hérna, Steinn, þegar þú ert farinn að skilja svo mikið í amharísku að þú getir fylgst með í bekknum. Foreldrar þeirra höfðu nóg að gera allan daginn. Faðir þeirra kenndi suma daga í skólanum. Þess á milli var hann á ferðalög- um og heimsótti skóla í nágrenninu. Oftast gat hann ekið í bíl. En þar sem vegleysur voru, reið hann á múlasna. Á einum þessara staða var verið að byggja kirkju. Þangað fór hann oft. Stundum fékk Steinn að fara með pabba sínum í þessi ferðalög. Honum þótti það afar- gaman, einkanlega, þegar þeir fóru ríðandi. Múlasni er afkvæmi hests og asna. Hann er ágætur reiðskjóti. Þar sem vegir eru ill- færir, fer bezt á því að láta múlasnann ráða ferðinni, slaka alveg á taumunum. Þá er hann fundvís á færa leið og fótviss, svo að varla kemur fyrir að hann hnjóti. Framhald. 29

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.