Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.03.1957, Blaðsíða 15
X* & X® & «« X® ife. !S« &. eURNAR HENNAR MÖMM Sjá og trúa Maöur nokkur talaði eitt sinn um það, að hann tryði ekki á Guð vegna þess, að hann gœti hvergi séð hann. Lítil stúlka, sem stóð þar hjá, sagði hógvær- lega: — Þegar þú lætur sykurmola í vatnsglas, sérðu hann vel. En þegar molinn er bráðnaður, sérðu hann ekki lengur. — Það er alveg rétt, en þá get ég fundið sykurinn á bragðinu. — Þannig er þvi einmitt líka varið með Guð, svaraði stúlkan. Við sjáum hann ekki, en við getum fundið hvar hann er. Ef þú getur ekki trúað því, að Guð sé til, ættirðu ekki heldur að trúa því, að sykur sé í vatninu, þegar þú sérð hann ekki. Sá vantrúaði sagði ekki meira og fór ieiðar sinnar! Postuli Þýzkalands og eikin Postuli Þýzkalands hét Boni- facius. Á þeim tímum, er hann boðaði kristni, trúðu landsmenn á Óðin og Þór. Á stað nokkrum óx mikið eik- artré, sem helgað var guðnum Þór. Fólk tilbað tréð og oft á ári voru haldnar miklar hátíðir Þór til heiðurs undir krónu þess. Bonifacius hafði lengi langað til að höggva upp þetta tré. Dag nokkurn hélt hann af stað til að framkvæma áform sitt. En þegar heiðingjarnir urðu þess vísari, brugðu þeir við hundruðum saman og um- kringdu hann. Þeir hétu hon- um dauða, ef hann dirfðist að snerta þetta heilaga tré. En Bonifacius lét sér hvergi bregða. — Nú mun koma í ljós hvers guð ykkar er megnugur, svar- aði hann. Þvi næst tók hann öxi sína og tók að höggva í tréð. Fólkið horfði höggdofa á. Það bjóst við, að Þór mundi þá og þegar tortíma honum með eldingu. En þá bar nokkuð óvænt við. Allt í einu gerði mikinn storm og féll hið mikla tré miklu fyrr en búast hefði mátt við. Fólkið forðaði sér í dauðans ofboði. Nú urðu menn að játa van- mátt Þórs. Eftir þetta mætti Bonifacius lítilli mótspyrnu. Menn tóku að hlusta betur á boðskap hans og trúa á hinn almáttuga Guð. í hvaða ríki ert þú? Friðrik Vilhjálmur, konung- ur í Prússlandi, heimsótti eitt sinn skóla nokkurn. — Lítill drengur afhenti konunginum fagran rósavönd. Konungurinn gekk um skólastofurnar með blómvöndinn í hendinni og lagði ýmsar spurningar fyrir börnin. — Hvaða ríki heyrir þessi til? spurði konungurinn litla stúlku og benti um leið á fagra rós. — Jurtarikinu, svaraði stúlk- an einarðlega. — Og þessi? spurði konung- urinn aftur og tók þá gullhring af hendi sér og hélt honum á lofti. -— Málmaríkinu, svaraði stúlkan. — Það er rétt, svaraði kon- ungurinn, en ég, hvaða ríki til- heyri ég? Litla stúlkan þagði um stund, svo svaraði hún og leít á kon- unginn. —- Guðsríki. Konungurinn varð snortinn af svari stúlkunnar og sagði: — Já, mætti það ávallt vera svo, barnið gott. Stjómaðu skapi þinu Maður nokkur átti syni, sem kom illa saman. Þeir rifust oft og flugust á, föður þeirra til mikillar skapraunar. Eitt sinn tók hann syni sína með sér út í skóg. Þegar þangað kom, benti hann þeim á allstórt tré og bað þá um að kippa því upp með rótum. Drengirnir reyndu og gátu ekki bifað trénu. Þá benti faðir þeirra þeim á annað litið eitt minna, en það fór á sömu leið. Loks benti hann þeim á ungan nýgræðing í skóginum. Þeim reyndist auðvelt að kippa honum upp með rótum. Þá sagði faðir þeirra: — Þannig er því einnig far- ið með hið illa í fari okkar. Ef við rífum það upp með rótum áður en það nær að vaxa veru- lega, þá er auðvelt að uppræta það, en látum við það vaxa lengi i lífi okkar, getur farið svo, að okkur reynist ókleift að yfirvinna það. Takið stýrið með Einu sinni voru tveir bræður. Þeir voru fiskimenn og höfðu oft lent í vondum veðrum, en alltaf komizt klakklaust í land. Morgun nokkurn ætluðu þeir í róður. Það var logn og kyrrt veður. Faðir þeirra sagði við þá áður en þeir fóru: — Hafið stýrið með ykkur, bræður, ef þið skylduð þurfa að sigla. En þeir sinntu því ekki. Þeir hugsuðu sem svo, að í dag væri þess ekki þörf, þeir mundu hvorki þurfa að nota segl né stýri. Samt tóku þeir seglið með í bátinn. Ef eitthvað kulaði, gætu þeir siglt heim úr róðrin- um. En stýrið létu þeir eiga sig. Þeim fannst þeir hlytu að geta stýrt með ári. Er leið á daginn, tók að syrta i lofti, og ekki leið á löngu unz fór að hvessa. Um kvöldið var komið afspyrnu rok. Margir bátar sluppu nauðuglega í land þennan dag. Lengi var vonast eftir bræðrunum tveim, en þeir komu ekki. Daginn eftir var þeirra leit- að, en ekkert fannst. Menn gátu sér þess til, að þeir hefðu sett upp segl, er hvessa tók og ætl- að að stýra með árinni, en þá hafi farið illa. Þremur vikum seinna fannst brak úr bátnum þeirra. LJ Ú S B E R Í--N-N tl

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.