Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 6
féll það alltaf sárt, að Georgi skyldi ekki vera boðið, þegar Kári bauð skólafélögum sínum heim. Helga sat inni í næsta herbergi og heyrði allt ráðabrugg drengjanna um að erta Georg. Daginn áður en skólahátíðin átti að fara fram, ætluðu þeir að senda honum stóra pappírsöskju og skrifa utan á hana: — Ný föt handa Georgi, sem hann á að vera í á skólahátíðinni. — Bekkjarbræðurnir. En þegar hann lyki upp öskjunni, væri ekki annað í henni en fataræflar, sem einu sinni hefðu hangið á fuglahræðu. Helgu sárnaði þetta svo, að nærri lá, að hún hlypi til strákanna og segði þeim afdrátt- arlaust til syndanna. En svo áttaði hún sig, hljóp til mömmu sinnar og sagði henni upp alla söguna. Mamma Kára varð heldur en ekki reið, er hún heyrði þetta. — Þessa öskju mega þeir um fram allt ekki senda, sagði hún, ég skal sjá um, að þeir sendi ekki þessa öskju til Georgs. — Jú, mamma, lofaðu þeim að senda öskj- una, sagði Helga, en ég ætla að biðja þig um að láta mig fá sparipeningana mína og lofa mér að kaupa fyrir þá ný föt handa Georgi. Svo getum við náð í öskjuna og látið nýju fötin í hana án þess, að strákarnir viti nokkuð um. Kvöldið fyrir skólahátíðina laumaðist Kári og strákahópur með honum heim að húsinu, þar sem Georg og móðir hans áttu heima. En þær Helga og mamma hennar fóru í humátt á eftir þeim, án þess að þeir hefðu hugmynd um. Strákarnir settu öskjuna niður fyrir utan húsdyrnar og hlupu svo eins og örskot þeim megin að húsinu, sem glugginn var. Þar gægðust þeir ógn laumulega inn til þess að sjá, hvernig Georgi yrði við þessa sendingu. Georg og mamma hans sátu að miðdegis- verði, er drepið var á dyr. Georg hljóp óðara til dyra og lauk upp. — Ó, mamma, kallaði hann upp, geturðu gizkað á hvað þetta er? Nei, þú getur það ekki, það er ótrúlegra en svo. Það er hvorki meira né minna en nýr, spánýr alfatnaður handa mér. Og það eru bekkjabræður mínir, sem senda mér hann. Þarna geturðu nú séð, að það var satt, sem ég sagði, að þeir eru ekki eins slæmir í sér og þeir líta út fyrir að vera. Strákarnir fyrir utan gluggann litu vand- ræðalega hver á annan. — Ó, það er ómögulegt, sagði mamma Georgs, þeir eru bara að gabba þig, stráka- skammirnar. — Nei, mamma, það máttu ekki segja, sagði Georg og var í óða önn að spretta böndunum utan af pakkanum, svo slæmir geta þeir ekki verið, ég, sem aldrei hefi gert þeim neitt. Nú er ég viss um, að þeir hafa verið svona meinertnir við mig upp á síð- kastið til þess eins, að ég yrði því meir hissa. Strákarnir úti fyrir urðu alltaf alvarlegri og alvarlegri í bragði og sáu nú eftir öllu saman. Þeir hvísluðu hver að öðrum: — Við hefðum ekki átt að gera þetta! Við hefðum ekki átt að gera þetta! Þá sagði Ari: — Við skulum fara inn og biðja Georg um að fyrirgefa okkur þetta. Svo skulum við skjóta saman og gefa honum ný föt. Svo skulum við lofa því hver um sig, að vera góðir vinir hans upp frá þessu. Eig- um við ekki að gera það? — Jú, jú, jú, sögðu þeir allir í einu hljóði, og lá við, að þeir hrópuðu upp. En það gerði Georg líka, því að nú var hann búinn að opna pakkann, og í honum voru hin fallegustu drengjaföt, sem hann gat óskað sér. — Ó, mamma, sérðu nú, að ég hafði rétt fyrir mér, hrópaði Georg, og honum féllu tár um vanga af fögnuði. Bekkjabræður mínir bera þá eftir allt saman hlýjan hug til mín, og ég — ó, hve mér þykir vænt um þá alla. — Komum nú allir inn til hans, og segj- um honum eins og er. — Nei, sagði þá einhver hljóðlega. Drengirnir vissu ekki fyrri til en móðir Kára og Helga litla voru þar komnar og brá þeim heldur en ekki við. — Það er aðeins til að hryggja Georg. Kostið heldur kapps um að vera ástúðlegir við hann framvegis, þá fellur allt í ljúfa löð. — Jæja, mamma, sagði Kári, er þau gengu öll niður eftir götunni, en ég má þó safna fyrir fallegum hversdagsfötum handa Georgi. Má ég það ekki? Framh. á bls. 45. 38 LJÚSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.