Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 10
nálægt. Við gáfum henni að eta og drekka og brátt sofnaði hún svo fast, að hún vaknaði ekki, þegar við bárum hana inn í herbergið mitt nokkrum klukkustundum síðar. Ætt- ingjar Alíbu létu ekkert á sér bæra, og eng- inn af þorpsbúum lét sjá sig. Samt gátum við ekki sofið fyrir áhyggjum um það hvern- ig fara mundi með Alíbu næsta dag. Við gátum ekki skrökvað og sagt, að við hefðum ekki séð hana, og enginn gat svipt foreldrana rétti sínum til að hafa dóttur sína heim með sér. Okkur langaði aftur á móti ekki til annars meir en að geta hjálpað Alíbu. En hvernig áttum við að fara að því? Allir þorpsbúar mundu vafalaust standa með foreldrum Alíbu, og sama mundu íbúðar ná- grannaþorpanna gera. Það virtist engin und- ankomuleið vera til. Mannlegt auga sá ekk- ert úrræði. En Guð kunni ráð. Hafði hann ekki verndað hana fyrir biti eiturormsins? Vissulega! Þá mundi hann vafalaust líka sjá um hitt. Það brást ekki heldur, og björgun Alíbu varð okkur máttug sönnun þess, að Guð heyrir bænir. Hvar eigum við að fela Alíbu á morgun sögðum við hvert við annað. Þann dag kom enginn til að spyrja eftir henni. Hennar var leitað lengra í burtu. Það hafði verið leitað í nágrenninu fyrsta daginn. Hún fannst ekki. Eftir miðnætti næstu nótt fór hún af stað með póstinum okkar og komst heil á húfi til annarrar kristniboðsstöðvar, þar sem hún eignaðist bæði jarðneskt og andlegt heimili. Nokkrum klukkustundum eftir, að Alíba fór, kom Ela faðir hennar. Nú var hann ekki stillingarljós lengur! Augun skutu gneistum, og hann hélt svo fast utan um svera prikið sitt, að ég hélt, að hann ætlaði að kremja það í sundur. — Ef þú hefur dóttur mína hjá þér, skaltu gjöra svo vel að afhenda mér hana strax ella skaltu ekki hafa betra upp úr því. — Já, ef þú hefðir komið nokkrum stund- um fyrr. Nú er hún hér ekki. Það er of langt mál að segja frá öllu því, sem dreif á daga Alíbu og vinstúlku hennar eftir þetta. Þær áttu í sífelldri baráttu. Oft komu stórir hópar af ættingjum þeirra eða öðrum, sem ætluðu að hafa þær heim með sér. Það tókst samt ekki, og þær tóku mikl- um framförum við námið. Loks vildu þær eóiió l?lu ar oRRUir Ó, hve Jesús elskar mig, elslca vill hann lika þig. Hann, sem vinur allra er, öll vill börnin faöma að sér. Hann gekk um kring og grœddi sár, gaf upp sekt og þerröi tár. Langar mig aö lofa hann, lífsins mikla gjafarann. Guörún GuÖmundsdóttir frá MelgerÖi. ekki þola þessar ofsóknir lengur. Þær fóru til ítalska dómarans og báðu mikið fyrir þeirri för. Hann dæmdi í málinu: — Stúlkurnar eru fullveðja. Þess vegna mega þær gera það, sem þær vilja. Enginn getur gert neitt tilkall til þeirra, og ef ein- hver áreitir þær, skal ég koma til skjalanna. Nú voru þær kátar. En aðstandendur þeirra voru æfir. Ef þeir gætu ekki náð þeim lifandi, ætluðu þeir að ná þeim dauðum. Þær urðu því að gæta fyllstu varfærni. En þær fengu líka oft að þreifa á því, hvernig armleggur Guðs var útréttur þeim til vernd- ar. Hér um bil ári eftir dómsúrskurðinn voru stúlkurnar skírðar. Þær réðu sér varla fyrir gleði. Alíba fékk í skírninni nafnið Rakel. Ári síðar hélt hún brúðkaup sitt með ungum afbragðs manni, sem hét Jóhannes. Heimili þeirra varð til mikils vitnisburðar í hinu dimma landi og er það enn þann dag í dag. Rakel og Jóhannes hafa eignast stóran og fallegan hóp barna, og vafalaust hefur hún oft sagt þeim frá því, hversu erfitt hún átti, er hún ætlaði að snúa baki við heiðindómn- um og gerast kristin. 42 LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.