Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 15
x® x* Hf* &. tó' 6URMR HENITO MðM Hneyksli krossins. Einu sinni var litil telpa að skoða hendurnar á móður sinni. — Af hverju hefurðu svona ljótar hendur, mamma? spurði hun. Mamma leit ástúðlega á barnið sitt og svaraði: — Einu sinni, þegar þú varst lítil, varstu að leika þér í stof- unni. Á borðinu stóð logandi olíulampi. Þú rakst þig í borð- ið. Lampinn valt um og brotn- aði. Það kviknaði strax I kjóln- um þínum, en ég reif hann af þér og tókst að bjarga þér. Þá brenndust hendumar á mér svona. Litla stúlkan tók nú utan um hendur mömmu sinnar, kyssti þær margoft meðan tárin runnu niður kinnar hennar. — Ó, mamma, sagði hún, nú finnst mér enginn hafa eins fallegar hendur og þú! Þannig er kærleikurinn. Hann fórnar, og hann er alltaf fagur. Þannig er líka með kross Jesú. Sumir segja: — Það var ljótt af Guði að láta hann deyja á krossi! En þegar ég veit, að Jesús gerði þetta allt fyrir mig, þá er krossinn hans það dá- samlegasta i heimi! NotaSu tœkifœrið. Einu sinni var prinsessa í Indlandi. Sagan segir, að eitt sinn hafi henni verið heitið því, að hún mætti ganga þvert yfir akur og tína eins mörg kornöx og hún vildi. Þau áttu öll að verða að dýrmætum demönt- um. En hún mátti aðeins ganga einu sinni yfir akurinn. Hún hélt af stað sigri hrós- andi. En henni fannst öxin, sem næst henni voru, öll svo lítil, að hún ætlaði að bíða, unz hún kæmi lengra út á akur- inn. Þegar lengra kom, fannst henni enn það sama, svo að hún ætlaði enn að bíða. Þannig hélt hún áfram og gætti ekki að sér fyrr en hún var komin alla leið yfir akur- inn. Þá ætlaði hún að snúa við, en það var of seint. Tækifærið hafði gengið henni úr greipum. Þannig fer fyrir mörgum á lífsleiðinni. Það verður ekkert úr þeim, vegna þess að þeir nota ekki tækifærin, þegar þau gefast. Gættu þess að nota tæki- færin, áður en þau ganga þér úr greipum. Gœttu þin! Leonardi da Vinci vann í mörg ár að hinni heimsfrægu mynd sinni, Kvöldmáltiðin. Hann var lengi að finna mann, sem hann gæti haft til fyrirmyndar, er hann málaði Jesúm. Loks fann hann ungan, sviphreinan mann, sem hét Pietro. Mörgum árum síðar átti mál- arinn aðeins eftir að mála einn af lærisveinunum. Það var Júd- as. Enn vantaði hann fyrir- mynd. Loks hitti hann á förn- um vegi illúðlegan og svipljót- an vesaling, sem hann fékk til að vera fyrirmynd, er hann málaði Júdas. Dag nokkurn fékk maðurinn að sjá myndina. — Munið þér ekki eftir því, að hafa málað mig fyrr? sagði hann þá við málarann. Þá þekkti Leonardo da Vinci hann aftur. Þetta var Pietro. Hann hafði lent í vondum fé- lagsskap, og nú var svona kom- ið fyrir honum. sjálfan mig: Getur það verið, að þessi þurru hýði geti orðið lifandi blóm? Ég trúði því nú samt, að þau mundu rísa upp, þótt ég skildi alls ekki, hvernig þau gætu vaxið. — Já, svaraði ungi maður- inn, þetta er svona með fræ blómanna, en þegar maður hef- ur verið lagður í gröf, þá verð- ur hann þar kyrr. — Heldurðu það? spurði presturinn. Heldurðu, að Guð láti sér meir annt um blómin en mennina, sem hann hefur lagt sinn eigin son í sölurnar fyrir? Marconi og bœnin. Einu sinni sagði Marconi, uppfinningarmaðurinn heims- frægi, í samtali við blaðamenn: -— Ég fyrirverð mig ekki fyrir það að segja, að ég sé kristinn maður, þó að ég sé vísinda- maður. Lítið senditæki, sem ekki er stærra en mannshnefi getur sent boð þráðlaust út yfir heimshöfin. En mannsheilinn sr margbrotnari en nokkurt það tæki, sem mennirnir hafa búið til. Or því að hægt er að tala í gegnum senditæki, sem menn hafa búið til, er þá ó- skynsamlegt að trúa því, að bæn, beðin af lifandi manni, geti náð til Guðs? Syndin er alvarleg og hún fer illa með þá, sem hún nær tök- um á! Trúin á upprisuna — Mér finnst alveg frál( tt að trúa á upprisu, sagði ungur maður við prest sinn. — Einu sinni fannst mér það líka, svaraði presturinn. En þá sáði ég nokkrum baunum í garðinn minn. Ég sagði við Trúarglóð. Landsstjóri nokkur í Afriku spurði eitt sinn negrana hvers vegna þeir kæmu svona oft saman á kristilegar samkomur. Þeir svöruðu: — Ef þú tekur glóandi kola- mola, tætir þá í sundur og dreifir þeim um, kulna þeir brátt út. En ef þú ýtir þeim saman, haldast þeir miklu leng- ur glóandi. Þetta á líka við um trúarlífið. LJDSBERINN 47

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.