Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.04.1957, Blaðsíða 16
37. árg. 3. tbl. Aprtl 1957 Snædrottningin ./> h. c. anbersen ♦ 3 En hvernig leið svo Gerðu litlu, þegar Kay kom ekki aft- ur? — Eg ætla að fara niður til árinnar og spyrja hana ráða, sagði Gerða litla. Hún steig upp i bát, sem lá í sefinu við árbakkann. Báturinn var ekki bundinn og rann af stað frá landi. Þá varð Gerða litla af- skaplega hrædd og byrjaði að gráta. Ef til vill fer báturinn með mig til Kay litla. Hún komst brátt í betra skap við að hugsa til þess. Innan skamms bar bátinn að litlu húsi, sem var með einkennilega rauða og bláa glugga. Gömul kona kom út úr húsinu og krækti stafnum sínum í bátinn og dró hann að landi og lyfti Gerðu litlu á land. — Segðu mér hver þú ert og hvaðan þú kemur, sagði hún, og Gerða sagði henni það allt, og gamla konan hristi höfuðið: — Humm, humm, svona fallega litla stúlku hefur mig lengi langað til að fá, sagði hún og strauk lokka Gerðu litlu. En Gerða gleymdi Kay og öllu, sem hún vildi muna, því að gamla konan kunni galdra, en slæm var hún ekki. Hún galdraði bara pínu- lítið að gamni sínu og nú lang- aði hana svo mikið að hafa Gerðu hjá sér. Gamla konan gekk út í garð- inn og rétti stafinn sinn að rósarunnunum, sem blómstruðu svo fallega, en þegar stafurinn snerti þá, sukku þeir niður I moldina. En þetta gerði gamla konan, því að hún hélt, að blóm- in minntu Gerðu á Kay og þá mundi hún hlaupa burtu. Svo fór hún með Gerðu í garðinn, og Gerða lék sér, þangað til að sólin gekk til viðar. Næsta dag lék Gerða sér við blómin allan daginn og sólin skein. Svona liðu margir dagar. Hún þekkti nöfnin á öllum blómunum, en spurði svo allt í einu: — Eru hér engar rósir? 48 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.