Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 3
37. árg., U. tbl. Jsjós6eritttt Maí 1957 §ÖN N FRÁSAGA: HUGRAKKISKIPSTJÚRINN Cfn, JJh WJff Þegar skipstjórinn á selveiðiskipinu kom upp á þilfar, sá hann að menn voru í ugg- vænlegu skapi. Menn gutu illu auga til hans og voru illúðlegir á svip. Honum var ljóst, að hann stóð einn, enginn mundi standa með honum. Svo langt, sem augað eygði, var ekki annað að sjá en haf og himin. Þeir félagar voru lengi búnir að bíða eftir veiði, og margir voru farnir að missa alla von um, að úr mundi rætast. Allan veiðitímann hafði verið lítið um veiði, — en seint í gærkvöldi var sem ævintýrið væri að byrja, þeir lentu í mikilli mergð sela. Fögnuður skipshafnarinnar var mikill, og menn ætluðu varla að geta beðið næsta dags með að byrja veiðina. En þegar eftirvæntingin stóð sem hæst, hafði skipstjórinn gefið bann sitt. Næsti dag- ur var sunnudagur, og sunnudagshelgin skyldi ekki rofin á skipi hans. Hvernig sem menn hans reyndu að koma fyrir hann vitinu fengu þeir ekkert annað svar en að maður skyldi halda hvíldardaginn heilagan. Skipanir hans höfðu verið stuttorðar og ákveðnar, og allir sem þekktu hann vissu, að hann mundi ekki víkja hót frá sannfæringu sinni hvað sem það kynni að kosta hann. En í þetta sinn ætluðu menn hans ekki held- ur að láta undan. Allt í kringum skipið var kröggt af sel, sem beið eftir því að verða veiddur. Það táknaði peninga, auðævi, — og margir krepptu hnefana í buxnavösunum. Skipstjóranum var ljóst, að menn hans voru reiðubúnir til að gera uppreisn gegn honum. Hún gat brotizt út hvenær sem var. Enginn má við margnum. Hvað mundi hann geta einn á móti þeim öllum? Enginn sagði neitt, en það lá í loftinu. Skipstjórinn var ekki lengi að átta sig. Hann þreif byssu sína og klifraði upp í tunn- una. Þaðan hrópaði hann þrumandi röddu: — Sá, sem fyrstur reynir að rjúfa bann mitt, verður skotinn! Menn hrukku við. Byssunni var beint að þeim, og þeir gætnustu sáu, að nú þýddi ekki að láta hart mæta hörðu. Aðrir hlógu og sögðu, að sá gamli mundi aldrei þora að skjóta. Skipstjórinn sagði ekki orð við þessum ögrunum. Nú þurfti meira en orðin tóm. Hann tók upp dýrmæta gullúrið sitt og áður en nokkurn varði, kastaði hann því niður á þil- farið. Þar lá það í ótal molum. Þetta var mál, sem allir skildu. Þetta var nóg til þess að þvinga hvern mann á skipinu til fullkominnar hlýðni. Nú var skipstjóran- um óhætt. Hann fór niður á þilfar og þegar hann kallaði skipshöfn sína saman til guðs- þjónustu nokkru síðar, hreyfði enginn minnstu mótmælum. Hann las upp sunnudagsprédik- un eins og hann var vanur að gera á sunnu- dögum. Margir gutu löngunarfullum augum út í selamergðina, en skipstjórinn vissi, að nú þurfti hann ekki lengur að óttast uppreisn eða óeirðir. Hann hafði aftur taumana í hendi sér. Næsta morgun fengu þeir að reyna, hvernig ljdsberinn 51

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.