Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 4
r Þú skalt ekki stela Þegar Páll litli kom heim úr skólanum, var hann mjög svangur. Mamma hans var ekki heima, og hann fór fram í eldhús, að leita eftir, hvort hann fyndi ekkert, sem hann gæti satt hungur sitt með. Jú, brátt kom hann auga á kassa fullan af gómsætum kökum. Hann vissi vel, að mamma hans hafði keypt þetta til nestis á sunnudaginn, því þá átti að fara í skógarferð. En Páll litli hugsaði með sér, að hann ætti líka að fara í skóginn, svo það gerði ekkert til þótt hann smakkaði ofurlítið á þessu góð- gæti núna. En áður en hann vissi af, var hann búinn að borða margar kökur og farið að lækka í kassanum. Hann flýtti sér að loka kassanum og hljóp út til að leika sér. Um kvöldið, þegar mamma hans var búin að leggja á kvöldborðið og bera inn matinn, kallaði hún á Pál. Hann sagðist ekki hafa lyst á að borða, en sér væri óglatt og bað mömmu sína að leyfa sér að hátta. Móður hans fannst þetta mjög einkenni- legt og skildi hvorki upp né niður í þessu með drenginn. Um miðja nótt vaknaði Páll litli og kvart- aði um, að sér væri illt í maganum og eins nefði hann höfuðverk. Mamma hans kom til hans til að hjálpa honum. — Þá sagði Páll: — Mamma mín. Ég hef nokkuð að játa fyrir þér. Guð launar þeim, sem halda boðorð hans. Þeir fengu þvílíka veiði, að þeir höfðu hvorki fyrr eða síðar þekkt annað eins. Jafnvel þeir vantrúuðustu af skipshöfninni sáu, að það borgar sig alltaf að hlýðnast Guði. Þessi hugrakki skipstjóri hét Sven Foyn og er alþekktur norskur veiðigarpur. Hann fann seinna upp hvalskutulinn og varð marg- faldur milljónamæringur. Hann vildi alltaf leita fyrst guðsríkis. 52 Mamma settist á rúmið hans og Páll sagði. — Ég veit vel mamma mín, af hverju mér er illt í maganum. Ég tók og borðaði mikið af góðu kökunum, sem þú varst búin að kaupa í skógarferðina á sunnudaginn. Getur þú fyr- irgefið mér elsku mamma mín? Móðirin varð í senn bæði hrygg og hissa, en sagði með mildum kærleiksríkum róm: — Mér þykir vænt um, drengurinn minn, að þú hefur sagt mér þetta allt. Gerðu aldrei framar það, sem þú veizt að er ljótt. Biddu Jesúm að fyrirgefa þér þetta og hjálpa þér til þess að taka aldrei framar neitt, sem aðrir eiga, og svo er ég sannfærð um, að þér batnar bráðum aftur. Páll litli fór niður á gólf og kraup á kné við rúm sitt, með spenntar greipar og bað: — Kæri Jesús! Fyrirgefðu mér, að ég var svo vondur, að stela góðu kökunum hennar mömmu, og hjálpaðu mér til þess að taka aldrei framar neitt, sem ég ekki á. Mamma bað líka Jesúm fyrir drenginn sinn, að hann mætti verða ráðvandur og góður drengur. Brátt sofnaði Páll aftur, en vaknaði snemma næsta morgun. Hann klæddi sig í flýti og hljóp fram til mömmu sinnar. Mamma hans sagði: — Elsku drengurinn minn. Nú ætla ég að biðja þig að læra litla setningu utanað, hún er svona: „Sá, sem stal, steli ekki framar". Það mun hjálpa þér, þegar freistarinn vondi vill lokka þig til þess að taka eitthvað, sem þú átt ekki. Þegar Páll litli kom að borða morgunmat- inn, hrópaði hann: — Mamma mín! Ég er alveg búinn að læra setninguna, sem þú sagðir mér. Nú skal ég aldrei taka aftur það, sem ég ekki á. Mamma faðmaði að sér drenginn sinn og sagði: — Guð blessi þig elsku barnið mitt og farsæli þín góðu áform. M. K. LJDSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.