Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 10
Litla Biblían, en þó ekki fyrr en ég hafði kennt honum að lesa hana á réttan hátt. Ég fann versið í Biblíunni og las það hægt og upphátt: Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. — Þetta er talað til þín, Kristinn, trú þú því, sagði ég. — Ójá — ójá, ef svo væri, stundi hann mæðulega, en það er nú ekki því að heilsa með hann Kristin blótsama. Þá datt mér nokkuð í hug, sem ég hafði einhvern tíma lesið, og ég sagði: — Heyrðu nú, Kristinn, nú skal ég kenna þér að lesa þetta vers á réttan hátt. Þá hljóð- ar það svo: — Svo elskaði Guð Kristin blót- sama, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að Kristinn blótsami, sem trúir á hann, glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Hann leit á mig, og það var sem birti ofurlítið yfir svip hans. — Er þér alvara? spurði hann. — Já, mér er alvara, sagði ég. En svo þyrmdi yfir hann á ný og hann tók að nudda höfuð sitt. — Ó, nei, ónei — það er nú ekki svo vel. Þegar ég fór, bað ég Litla-Kristin — Anna blessunin var ekki sérlega góður lesari — já, þá bað ég hann að lesa þetta vers fyrir pabba sinn á hverjum degi, bæði kvölds og morguns eins og ég hafði lesið það fyrir hann. Hann lofaði því. Ég kom til hans nokkrum dögum síðar. Hví- lík breyting! Þið getið varla trúað því. Þegar ég rétti honum höndina, tók hann hana í báð- ar sínar og kyssti hana. — Ó, Guð minn góður, hve ég er glaður, sagði hann, nú veit ég, að Kristinn blótsami á frelsara. Ég var ekki síður glaður. Kæru börn, nú hef ég sagt ykkur það, sem ég vildi segja um Litlu Biblíuna. Nú vitið þið, hver hún er, og nú hafið þið einnig heyrt, hvernig á að lesa hana á réttan hátt. Guð blessi ykkur, kæru litlu vinirnir mínir, og gefi, að þið lesið bæði Stóru Biblíuna og Litlu Biblíuna á þennan hátt: — Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn til þess að ég, sem á hann trúi, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. MARK TWAIN : SeinaqNhd'm SAGA TIL VIÐVDRUNAR Fyrir hér um bil þrjátíu árum, þegar ég var með þrem drengjum öðrum að læra prentverk, kom til okkar strákur utan af landi og ætlaði að læra það sama. Hann var hræðilega langur og leiðinlegur, augun stóðu dottandi í hausnum á honum, eins og þorski, og okkur varð því undir eins blóðilla við hann og dauðlangaði til að kremja úr honum þessa litlu líftóru, sem í honum var, og brosað gat hann ekki, þótt hann hefði fengið fimm doll- ara fyrir. Við drengirnir héldum, að strákurinn væri nautheimskur og tókum okkur því saman um að fara til lyfsalans og fá lánaða hjá honum beinagrind af manni. Við fengum hana með því skilyi'ði að borga 50 dollara, ef hún skemmdist eða týndist. Við lögðum svo af stað um náttmál með beinagrindina, lögðum hana í rúmið hans og breiddum kyrfilega yfir. Svo földum við okk- ur skammt frá og biðum, unz hann kom heim. Síðan fórum við allir heim til okkar. Þegar æðilangur tími var liðinn, fórum við að verða heldur en ekki smeykir um, að þessi strákapör okkar mundu hafa þau áhrif, að hann hefði orðið vitskertur af hræðslu og væri nú óður og allsnakinn á hlaupum um götur bæjarins, en við sjálfir mundum kveljast af samvizkubiti af þessu alla ævi. Einn okkar var þó það hugrakkur, að hann lagði til, að við skyldum fara út, læðast að kofa stráksins og vita, hvort hann væri lífs eða liðinn. Við hlupum af stað. En okkur brá heldur en ekki í brún, þegar við komum að kofanum. Ljós logaði í glugganum, og sjálfur sat hann á stól inni umkringdur af stórum hrúgum af alls konar sælgæti, sem hann var að gæða sér á. Ólukku strákurinn hafði öldungis ekki lát- 5« LJOSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.