Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 13
talað um Guð áður, heldur aðeins illa anda og særingar. Nokkur börn voru frá kristnum heimilum. Foreldrar þeirra voru í kristniboðssöfnuðum. Loks höfðu nokkur börn í efstu bekkjum skólans orðið kristin í skólanum og tekið skírn. Ahmed hafði lært talsvert í kristnum fræð- um áður en hann kom í skólann í Ersó. Hann fékk að vera með í hópi nokkurra jafnaldra, sem kristniboðinn var að búa undir skírn. Síðustu helgi skólaársins fór fram skírnar- athöfn í sambandi við guðsþjónustu í kirkj- unni. Þá voru skírðir þrír piltar og tvær stúlkur auk þriggja fullorðinna, í nafni Guðs Föður, Sonar og Heilags Anda. Þá var Ahmed gefið nýtt nafn í stað hins múhameðska, Abebe í stað Ahmed. Abebe réði sér ekki fyrir gleði. Nú þurfti hann engu að kvíða, ekkert að óttast framar, fannst honum, — ekki ættingja sína og jafnvel ekki illu andana heldur. Steinn og hann urðu nú miklu samrýmdari en áður. Nú voru þeir orðnir bræður í sam- eiginlegri trú á lifandi Guð. Drengir, sein mátti treysta. Rigningatíminn byrjaði um sama leyti og skólanum var sagt upp, í byrjun júlí. Smá- skúrir höfðu komið í febrúar og marz. En nú rigndi stanzlaust dag og nótt. Áður hafði hitinn verið nær því óþolandi, en nú var oft hráslagakuldi. Áður hafði jarð- vegurinn verið sprunginn af þurrki, en nú var hvergi hægt að stíga fæti fyrir rauðri leirleðju. Þegar sólin brosti gegnum skýin, blasti við augum ný fegurð. Grasið var farið að grænka. Blómin voru tekin að stinga upp kolli. Þau biðu aðeins eftir því, að sólin hlýjaði þeim betur. Bláguli vefarafuglinn var farinn að byggja hreiður í trjákrónunum og söng eins og hann réði sér ekki fyrir kæti. Hann safn- aði stráum og reif með goggnum ræmur af bananablöðum. Það þarf mikið efni í velgert fuglshreiður. Mikið var gaman að horfa á hann. Birgittu höfðu verið gefnir tveir hvolpar, sem henni þótti ósköp vænt um. Hún nefndi þá Bambó og Bambínu. Þeir þvældust fyrir A ÖLDUM HAFSINS Hér að ofan fáið þið að sjá tvö sænsk kaup- för frá sautjándu öld. Þau hafa bæði ofur- litla yfirbyggingu aftast á skipinu, og var þessi gerð skipa vísir að freygátunum miklu, sem síðar var farið að byggja. fótunum á henni og Asanesh leiksystur henn- ar, alls staðar þar sem þær voru að leika sér. Hún reyndi að kenna þeim að þurrka af litlu löppunum, áður en þær fóru inn úr dyrun- um. Það gekk illa. Þeir voru til með að hlaupa um allt, óhreinka gólfin inni í húsinu, hoppa upp á stóla eða legubekkinn, þjóta síðan út í garð og traðka á nýgróðursettum blómun- um. Birgitta, sem átti hvolpana, fékk auðvit- að skammir fyrir að hafa ekki hemil á þeim. Nemendur fóru flestir heim til sín, þegar skólanum var sagt upp. Sumir þeirra urðu að ganga berfættir margar dagleiðir. Aðrir áttu ekkert heimili og voru fegnir að fá að vera á kristniboðsstöðinni. Abebe kom til kristniboðans og hneygði sig. — Ég á enga ættingja eða vini, heima í mínu héraði. Helzt vildi ég mega vera hérna á kristniboðsstöðinni. — Það hljóta að vera einhver ráð með það. En þú verður að vinna fyrir þér. Þið getið unnið í garðinum. Við þurfum að gróð- ursetja lauk og ýmislegt annað. Abeba hneigði sig aftur, en var dauflegur í bragði. Það var ekki venja að láta drengi á aldur við hann snerta nokkurt handtak. Það þótti óviðeigandi. Frh. 01 LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.