Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 15

Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 15
X* & ** K* URMR HENNffi MðMl Það er þér til góðs Lítil eikarplanta var að vaxa upp undir stóru eikartré. En hve það fór vel um hana í skjóli eikurinnar. Stormurinn og regnið náðu ekki til hennar, og sólin gat ekki brennt hana. En dag nokkurn kom skógar- höggsmaðurinn með öxi sina og tók til að höggva eikina. Þá fór hrollur um ungu plöntuna. ■— Æ, hvernig fer nú fyrir mér? kveinaði hún. Nú skrælna ég af sólarhitanum. Nú skolar rigningin mér burtu. Nú rífur stormurinn mig upp með rót- um. Æ, hvernig skyldi fara fyrir mér? Þá brosti skógarhöggsmaður- inn og sagði: — Þetta er þér til góðs. Þú kemst að raun um það seinna. Og það fór eins og skógar- höggsmaðurinn sagði. Sólskinið og regnið lögðust nú á eitt að veita plöntunni vöxt. Slíkum vexti hefði hún aldrei náð, ef hún hefði staðið i skjóli gömlu eikurinnar. Er stormurinn næddi um hana, teygði hún ræturnar enn lengra niður i jörðina, svo að hún bif- aðist ekki. Nú tók hún að blómgvast. Það hafði hún ekki gert fyrr. Þessi litla saga getur verið dæmisaga um líf okkar mann- anna. Myndin crf mömmu Hann var skipsdrengur á stóru herskipi. Einu sinni missti hann frakkann sinn í sjóinn. Umsvifalaust fleygði hann sér í sjóinn á eftir honum til þess að ná í hann. Það tókst. En við þetta komst allt í uppnám á skipinu. Þegar í stað voru gerðar ráðstafanir til að ná í drenginn. Það tókst líka sem betur fer. Drengurinn var því næst kall- aður fyrir skipstjórann. Skip- stjórinn spurði hvers vegna hann hefði stofnað lífi sínu í hættu, þótt hann hefði misst frakkann í sjóinn. Þá dró drengurinn upp mynd úr frakkavasanum, og myndin var af móður hans. — Það er vegna myndarinn- ar af henni mömmu, svaraði hann. Þá faðmaði skipstjórinn drenginn að sér. Hann komst við vegna þess hve drengnum var kær minningin um móður sína. GuS elskar oss ávallt — Mamma, Guð elskar okk- ur alltaf, er það ekki? — Jú, barnið mitt, alltaf. — En sumir segja, að Guð elski ekki, nema þegar við er- um góð. — Hvað finnst þér? — Mamma, mér finnst, að Guð muni vera eins og þú. Þú elskar okkur alltaf, en þú ert hrygg, þegar við erum óþekk. Sannleikurinn og lygin Sannleikurinn og lygin fóru einu sinni að baða sig í sama vatni. Meðan sannleikurinn var niðri í vatninu, laumaðist lygin upp á bakkann, fór í föt sann- leikans og hljóp leiðar sinnar. Þegar sannleikurinn kom upp úr baðinu og sá hvað lygin hafði aðhafzt, varð hann hryggur og mælti: — Æ, nú verð ég að ganga nakinn um heiminn, því flíkur þær, sem lygin hefur skilið eftir sig, vil ég ekki nota. Siðan hefur sannleikurinn orðið að ganga nakinn, en lyg- in skreytir sig með fötum hans. Kraftaverk kœrleikans Ungur maður sat sumarkvöld eitt á steini fyrir utan dyrnar á veitingahúsi nokkru. Hann var mjög drukkinn. Þegar hann hafði verið búinn að eyða öllum peningum sínum, hafði veit- ingamaðurinn látið setja hann út. Þarna sat hann og hvíldi andlitið í höndum sér. Þeir, sem fram hjá gengu, litu niður á hann með fyrirlitningu. Margir könnuðust við hann og töldu hann svo djúpt sokkinn, að honum yrði ekki við bjargandi. Þá gekk gömul kona fram hjá. Þegar hún sá vesalings piltinn, fylltist hjarta hennar meðaumkun. Hún gekk til hans, lagði höndina bliðlega á öxl hans. Hann leit upp og horfði í tárvot augu gömlu konunnar. — Vesalings drengurinn minn! En hvað hún mamma þín verður sorgbitin. Hún sagði ekki meira, en strauk hár hans blíðlega frá enninu. Síðan hélt hún leiðar sinnar. En þessi einföldu orð höfðu djúp áhrif á piltinn. Þau þrengdu sér djúpt niður í hjarta hans. Hann stóð upp eins og glataði sonurinn I dæmisögunni og fór heim til sín. Það leið ekki langur timi, unz hann hafði fundið fyrirgefningu og frið í faðmi síns himneska föður, og móðir hans gat glaðst yfir drengnum sínum. Hann vildi verSa mildll maður Einu sinni sagði lítill drengur við föður sinn: — Þegar ég er orðinn stór, þá ætla ég að verða mikill maður. — Gott er það, svaraði faðir hans. En þá verðurðu að byrja nú þegar. Byrjaðu á því að verða móður þinni hlýðinn, vertu fljótur að gegna, þegar á þig er kallað, og farðu með glöðu geði allar þær sendiferð- ir, sem hún biður þig um að fara. Faðir hans hafði rétt að mæla. Það, sem ungur nemur, gamall temur. Mörg af mikil- mennum heimsins byrjuðu sem óbreyttir sendisveinar og komu sér áfram með dugnaði og trú- mennsku. LJÚSBERINN 63

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.