Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 16

Ljósberinn - 01.05.1957, Blaðsíða 16
37. úrg. 4. tbl. o 0 o Maí 1957 Snædrottningin a h. c. andersen ♦ 4 Hún leitaði og leitaði i garð- inum, en þar var engar rósir að finna, þá fór hún að gráta. Tár hennar féllu á jörðiná þar sem rósarunnarnir voru, og rósarunnarnir skutu þá koll- inum upp úr jörðinni hver á fætur öðrum og tóku til að blómgva alveg eins og þegar Gerða kom. Gerða faðmaði rósarunnana að sér, og þá kom henni i hug rósatréð heima og Kay. „Vitið þið ekki hvar Kay er?“ spurði hún rósarunnana. „Haldið þið að hann sé dáinn?“ „Dáinn er hann ekki“, sagði rósarunninn. „Við erum búnir að vera í jörðinni, þar sem allir dánir eru, en þar er hann ekki“. Og svo þaut Gerða af stað. Hún leit þrisvar til baka til að gá hvort ekki væri einhver að elta hana, en það var enginn. Gerða varð nú að hvíla sig. Þegar hún sat og hvíldi sig, tók hún eftir kráku, sem hoppaði á snjónum. Hún sagði krák- unni allt, sem fyrir sig hafði borið og spurði hana, hvort hún hefði séð Kay. Krákan kinkaði kolli og sagði: „f þessu kon- ungsríki á heima prinsessa, en hún vill ekki giftast. Hún vill þó giftast manni, sem getur svarað fyrir sig, þegar hann er spurður. Og öll blöðin komu með auglýsinguna og þar stóð, að hver sá maður, sem leit sæmilega út, gæti komið til hall- arinnar. Þann, sem talaði bezt, vildi hún fá fyrir mann. Allir voru þeir mælskir, en þegar þeir stóðu frammi fyrir prins- essunni og sáu að hallargarður- inn var úr silfri, urðu þeir hreint mállausir af undrun og gátu ekki sagt annað en síðasta orðið, sem prinsessan hafði sagt“. „En Kay", spurði Gerða, 64 „kom hann?“ ,,Á þriðja degi kom til hallarinnar drengur, sem hafði svo fallegt hár, en annars var hann fátæklega klæddur". „Það hefur verið Kay“, sagði gerða og ljómaði af ánægju. „Hann gekk hug- rakkur og glaður beint til prinsessunnar og sagðist ekki kominn til að biðja hennar, heldur til að hlusta á hvað hún væri skynsöm. Og honum fannst prinsessan skynsöm og prinsessunni likaði vel við hann“. „Já, auðvitað hefur þetta verið Kay“, sagði Gerða, ,.hann var alltaf svo greindur. 0, vilt þú ekki fara með mig til hallarinnar", bað hún krák- una. „Það er ekki svo auðvelt", sagði krákan „og hvernig för- um við svo að því, já, ég verð að spyrja tömdu krákuna, kær- ustuna mína, að því, hún verð- ur að leggja á ráðin". LJÓSBERINN

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.